Naktir í náttúrunni áhugaleiksýning ársins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2017 13:15 Naktir í náttúrunni er byggt á hinni sívinsælu kvikmynd Full Monty. Naktir í náttúrunni, 70 ára afmælissýning Leikfélags Hveragerðis, hefur verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu en þetta er í 24. sinn sem leikhúsið velur áhugaleiksýningu ársins. Leikritið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu þann 15. júní næstkomandi. Leikritið Naktir í náttúrunni hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í allan vetur en þetta er í fyrsta sinn sem sýning frá Leikfélagi Hveragerðis er valin áhugasýning ársins, að því er segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Í umsögn dómnefndar um sýninguna segir: „Naktir í náttúrunni í uppsetningu Leikfélags Hveragerðis er leikgerð leikstjórans, Jóns Gunnars Þórðarsonar, sem byggð er á The Full Monty, verki um atvinnulausa menn sem taka sig saman og fara að æfa strippdans til að hafa í sig og á. Þessi leið, að vinna með þekkt verk og aðlaga það leikhópnum og aðstæðum í heimabyggð, heppnast hér ákaflega vel, og sýningin öðlast aukinn áhrifamátt við það að atvinnumissir persónanna er settur í kunnuglegt samhengi. Verkið krefst ákveðinnar djörfungar af leikhópnum, og hópurinn leggur sig allan fram í metnaðarfullri, kraftmikilli og skemmtilegri sýningu.“ Í dómnefnd að þessu sinni sátu þau Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Snorri Engilbertsson, ásamt Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Naktir í náttúrunni, 70 ára afmælissýning Leikfélags Hveragerðis, hefur verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu en þetta er í 24. sinn sem leikhúsið velur áhugaleiksýningu ársins. Leikritið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu þann 15. júní næstkomandi. Leikritið Naktir í náttúrunni hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í allan vetur en þetta er í fyrsta sinn sem sýning frá Leikfélagi Hveragerðis er valin áhugasýning ársins, að því er segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Í umsögn dómnefndar um sýninguna segir: „Naktir í náttúrunni í uppsetningu Leikfélags Hveragerðis er leikgerð leikstjórans, Jóns Gunnars Þórðarsonar, sem byggð er á The Full Monty, verki um atvinnulausa menn sem taka sig saman og fara að æfa strippdans til að hafa í sig og á. Þessi leið, að vinna með þekkt verk og aðlaga það leikhópnum og aðstæðum í heimabyggð, heppnast hér ákaflega vel, og sýningin öðlast aukinn áhrifamátt við það að atvinnumissir persónanna er settur í kunnuglegt samhengi. Verkið krefst ákveðinnar djörfungar af leikhópnum, og hópurinn leggur sig allan fram í metnaðarfullri, kraftmikilli og skemmtilegri sýningu.“ Í dómnefnd að þessu sinni sátu þau Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Snorri Engilbertsson, ásamt Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira