Ekki hægt að kenna læknum í hlutastarfi um vanda Landspítalans að mati lækna Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2017 19:20 Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Formenn læknafélaga og læknaráð Landspítalans bregðast harðlega við fullyrðingum landlæknis um að skortur á viðveru sérfræðinga í hlutastörfum á Landspítalanum ógni öryggi sjúklinga. Hins vegar viti allir hvar skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu sem hafi verið fjárhagslega svelt frá því löngu fyrir hrun. Landlæknir hefur margsinnis lýst áhyggjum af því hversu margir sérfræðingar á Landspítalanum vinna þar bara í hlutavinnu en eru annars á stofum utan spítalans. hann hefur viljað fara svipaða leið og Norðmenn þar sem læknar á spítölum megi ekki vinna utan spítalanna. Í Fréttablaðinu í gær segir landlæknir kerfið hér draga sérfræðinga og lækna frá Landspítalanum í stofurekstur í of miklum mæli sem þýði að læknar verji of litlum tíma á spítalanum. Þar með sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu. Orðrétt segir Birgir: „Öryggi þeirra er í hættu vegna þess að á meðan sérfræðingar eru á stofu eru þeir ekki að sinna veikustu sjúklingum kerfisins sem liggja á spítala. Þá eru það unglæknar eða kandídatar sem halda uppi þeirri starfsemi auk hjúkrunarfræðinga.“Sjá einnig: Segir einkastofur ógna öryggi sjúklinga Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur bregðast hart við þessum orðum landlæknis í Fréttablaðinu í dag og nú síðdegis sendi læknaráð Landspítalans frá sér ályktun þar sem þessum yfirlýsingum er harðlega mótmælt. Þeir sem þekki til starfsemi Landspítalans viti að þetta sé ekki rétt og telja verði að landlæknir hafi farið fram úr sér í yfirlýsingum. Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur gengur svo langt að krefjast þess að landlæknir biðjist afsökunar á þessum orðum sínum. „Mér finnst full ástæða til þess. Mér fannst hann taka of djúpt í árinni þarna. Mér fannst hann vera að hengja bakara fyrir smið og mér finnst að hann eigi að biðjast afsökunar á þessu,“ segir Arna. Þetta sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta sé í raun yfirlýsing frá embætti landlæknis og hann sé æðsti yfirmaður þess að gæta öryggis sjúklinga. Er ekki eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því að ekki séu allar stöður skipaðar á þjóðarsjúkrahúsinu? „Jú vissulega en þá er það vandi þjóðarsjúkrahússins, ekki satt. Það er ekki hægt að kenna fólki um það sem starfar að hluta annars staðar,“ segir Arna. Auk þess að sinna störfum á stofum utan spítalans séu læknar við ýmis önnur störf eins og kennslu við Háskóla Íslands. „Það þarf auðvitað alltaf að passa að allir póstar á háskólasjúkrahúsi séu mannaðir. þegar það er vel gert er alltaf ínánlegt fólk á vaktinni. Á hverjum einasta pósti og ef það er ekki svoleiðis er vissulega hægt að tala um að það ógni sjúklinga. En þá þarf hann að fara inn á þessar deildir á Landspítalanum og skoða hvað er í gangi þar, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hins vegar tekur Arna undir þau sjónarmið að það þurfi ákveðinn kjarna á hverju sviði til að vinna þróunarstarf inni á spítalanum en á móti þurfi líka fólk sem taki vaktir og sinni sjúklingum. Fjárhagsvandi Landspítalans eigi rætur langt aftur fyrir hrun og fjármögnun ekki verið í takti við starfsemina árum saman. „Þjóðin hefur kallað eftir því og við erum öll sammála um að þarna þarf að gefa í. Sérstaklega á Landspítalanum, heilsugæslunni, öldrunarþjónustunni og geðlæknaþjónustunni. Við vitum alveg hvar skóinn kreppir,“ segir Arna Guðmundsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira