Björk vill að við minnkum samfélagsmiðlanotkun og að Bill Gates hreinsi höfin Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 19:00 Björk Guðmundsdóttir. Vísír/EPA Íslenski tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir vill að fólk taki sér tíma til að njóta sín í náttúrunni og gera eitthvað skemmtilegt heldur en að fletta í gegnum samfélagsmiðla allan daginn.Þetta sagði Björk í viðtali við bandaríska tímaritið Pitchfork sem var birt í vikunni. „Það er kannski fjöldi krakka sem kann ekki að ganga í skógi og njóta útiveru. Ef þú hangir á Facebook í langan tíma, þá gæti þér liðið eins og þú hafir verið að borða þrjá hamborgara. Þú veist að þetta er rusl. Ég hef alltaf gefið vinum mínum þetta ráð: Farðu í klukkustundar langan göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir hann. Ég held að okkur sé ætlað að vera utandyra.“ Björk er þó síður en svo á móti nútíma tækni. Hún er þó þeirrar skoðunar að hana eigi að nýta til að efla sköpun, en ekki að bæla hana. Hún segist finna fyrir kvíða þegar kemur að samfélagsmiðlum. „Vegna kvíðans reynir ég að finna lausnir. Ég ætla ekki að troða bönunum í eyrun á mér og bíða eftir að þetta hverfi.“ Björk segist hafa miklar áhyggjur af umhverfinu, sérstaklega í ljósi þess að Donald Trump sé orðinn forseti Bandaríkjanna. Hún kallar eftir framtaki frá risum tæknigeirans þar sem þeir sýni frumkvæði að breytingum til að tryggja framtíð jarðarinnar. „Maður þarf að sætta sig við það að ríkisstjórnir eru ekki að fara að bjarga jörðinni. Við þurfum að gera það. Ég vil skora á manneskjur eins og Bill Gates að hreinsa upp höfin á tveimur árum. Slíkar manneskjur eiga fjármagn og tæknina til að gera það. Það þarf bara einhver að skipuleggja það.“ Björk Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir vill að fólk taki sér tíma til að njóta sín í náttúrunni og gera eitthvað skemmtilegt heldur en að fletta í gegnum samfélagsmiðla allan daginn.Þetta sagði Björk í viðtali við bandaríska tímaritið Pitchfork sem var birt í vikunni. „Það er kannski fjöldi krakka sem kann ekki að ganga í skógi og njóta útiveru. Ef þú hangir á Facebook í langan tíma, þá gæti þér liðið eins og þú hafir verið að borða þrjá hamborgara. Þú veist að þetta er rusl. Ég hef alltaf gefið vinum mínum þetta ráð: Farðu í klukkustundar langan göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir hann. Ég held að okkur sé ætlað að vera utandyra.“ Björk er þó síður en svo á móti nútíma tækni. Hún er þó þeirrar skoðunar að hana eigi að nýta til að efla sköpun, en ekki að bæla hana. Hún segist finna fyrir kvíða þegar kemur að samfélagsmiðlum. „Vegna kvíðans reynir ég að finna lausnir. Ég ætla ekki að troða bönunum í eyrun á mér og bíða eftir að þetta hverfi.“ Björk segist hafa miklar áhyggjur af umhverfinu, sérstaklega í ljósi þess að Donald Trump sé orðinn forseti Bandaríkjanna. Hún kallar eftir framtaki frá risum tæknigeirans þar sem þeir sýni frumkvæði að breytingum til að tryggja framtíð jarðarinnar. „Maður þarf að sætta sig við það að ríkisstjórnir eru ekki að fara að bjarga jörðinni. Við þurfum að gera það. Ég vil skora á manneskjur eins og Bill Gates að hreinsa upp höfin á tveimur árum. Slíkar manneskjur eiga fjármagn og tæknina til að gera það. Það þarf bara einhver að skipuleggja það.“
Björk Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira