Björk vill að við minnkum samfélagsmiðlanotkun og að Bill Gates hreinsi höfin Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 19:00 Björk Guðmundsdóttir. Vísír/EPA Íslenski tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir vill að fólk taki sér tíma til að njóta sín í náttúrunni og gera eitthvað skemmtilegt heldur en að fletta í gegnum samfélagsmiðla allan daginn.Þetta sagði Björk í viðtali við bandaríska tímaritið Pitchfork sem var birt í vikunni. „Það er kannski fjöldi krakka sem kann ekki að ganga í skógi og njóta útiveru. Ef þú hangir á Facebook í langan tíma, þá gæti þér liðið eins og þú hafir verið að borða þrjá hamborgara. Þú veist að þetta er rusl. Ég hef alltaf gefið vinum mínum þetta ráð: Farðu í klukkustundar langan göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir hann. Ég held að okkur sé ætlað að vera utandyra.“ Björk er þó síður en svo á móti nútíma tækni. Hún er þó þeirrar skoðunar að hana eigi að nýta til að efla sköpun, en ekki að bæla hana. Hún segist finna fyrir kvíða þegar kemur að samfélagsmiðlum. „Vegna kvíðans reynir ég að finna lausnir. Ég ætla ekki að troða bönunum í eyrun á mér og bíða eftir að þetta hverfi.“ Björk segist hafa miklar áhyggjur af umhverfinu, sérstaklega í ljósi þess að Donald Trump sé orðinn forseti Bandaríkjanna. Hún kallar eftir framtaki frá risum tæknigeirans þar sem þeir sýni frumkvæði að breytingum til að tryggja framtíð jarðarinnar. „Maður þarf að sætta sig við það að ríkisstjórnir eru ekki að fara að bjarga jörðinni. Við þurfum að gera það. Ég vil skora á manneskjur eins og Bill Gates að hreinsa upp höfin á tveimur árum. Slíkar manneskjur eiga fjármagn og tæknina til að gera það. Það þarf bara einhver að skipuleggja það.“ Björk Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir vill að fólk taki sér tíma til að njóta sín í náttúrunni og gera eitthvað skemmtilegt heldur en að fletta í gegnum samfélagsmiðla allan daginn.Þetta sagði Björk í viðtali við bandaríska tímaritið Pitchfork sem var birt í vikunni. „Það er kannski fjöldi krakka sem kann ekki að ganga í skógi og njóta útiveru. Ef þú hangir á Facebook í langan tíma, þá gæti þér liðið eins og þú hafir verið að borða þrjá hamborgara. Þú veist að þetta er rusl. Ég hef alltaf gefið vinum mínum þetta ráð: Farðu í klukkustundar langan göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir hann. Ég held að okkur sé ætlað að vera utandyra.“ Björk er þó síður en svo á móti nútíma tækni. Hún er þó þeirrar skoðunar að hana eigi að nýta til að efla sköpun, en ekki að bæla hana. Hún segist finna fyrir kvíða þegar kemur að samfélagsmiðlum. „Vegna kvíðans reynir ég að finna lausnir. Ég ætla ekki að troða bönunum í eyrun á mér og bíða eftir að þetta hverfi.“ Björk segist hafa miklar áhyggjur af umhverfinu, sérstaklega í ljósi þess að Donald Trump sé orðinn forseti Bandaríkjanna. Hún kallar eftir framtaki frá risum tæknigeirans þar sem þeir sýni frumkvæði að breytingum til að tryggja framtíð jarðarinnar. „Maður þarf að sætta sig við það að ríkisstjórnir eru ekki að fara að bjarga jörðinni. Við þurfum að gera það. Ég vil skora á manneskjur eins og Bill Gates að hreinsa upp höfin á tveimur árum. Slíkar manneskjur eiga fjármagn og tæknina til að gera það. Það þarf bara einhver að skipuleggja það.“
Björk Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira