Kom ekki til þess að greiða atkvæði um verðlaunaknapann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 09:30 Þorvaldur Árni Þorvaldsson. mynd/hestafréttir Ekkert varð af því að gestir á Íþróttaþingi ÍSÍ um liðna helgi greiddu atkvæði um það hvort fella ætti úr gildi keppnisbann knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar. Þorvaldur var dæmdur í fjögurra ára keppnisbann árið 2015 eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Reykjavíkurmóti Fáks í Víðidal. Var þetta í annað skiptið sem hann féll á lyfjaprófi. Héraðssambandið Skarphéðinn lagði til að íþróttaþingið tæki dóminn fyrir og var tillagan send í laganefnd þingsins. Þar var lögð fram greinargerð frá lyfjaeftirliti ÍSÍ sem gerði grein fyrir því að samkvæmt reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) væri ekki hægt að endurskoða lyfjadóma. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að fyrir vikið hafi tillagan verið dregin til baka enda ljóst að atkvæði frá þinggestum um málið hefðu ekkert vægi. Þorvaldur yrði áfram skráður í keppnisbann sama hvað þinggestir hefðu um málið að segja. Í lögum ÍSÍ segir að íþróttaþing hafi heimild til að fella niður refsingu með 2/3 greiddra atkvæða eða veita dæmdum aðila full réttindi að nýju. Lárus segir að lög WADA séu æðri en lög ÍSÍ hvað þetta varði. „Við erum skuldbundin til að taka upp allar breytingar sem WADA tekur upp,“ segir Lárus. Það sýni hvað lög WADA séu sterk gagnvart lögum ÍSÍ. Hann rekur ekki minni til þess að fyrrnefnd heimild hafi verið nýtt hér á landi. „Henni hefur verið ætlað að vera einhver neyðarmöguleiki ef eitthvað hefði misfarist,“ segir Lárus. Ljóst sé að þingið geti ekki breytt dómum. Eina leiðin sé að fara með málin fyrir alþjóðlega íþróttadómstólinn í slíkum tilfellum. Hestar Tengdar fréttir Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Þorvaldur Árni Þorvaldsson slapp með skrekkinn í fyrra en gæti nú átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn á rúmu ári. 24. júní 2015 07:00 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Vilja að íþróttaþing felli keppnisbann Þorvalds Árna úr gildi Fékk fjögurra ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir tveimur árum síðan. 4. maí 2017 11:15 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjá meira
Ekkert varð af því að gestir á Íþróttaþingi ÍSÍ um liðna helgi greiddu atkvæði um það hvort fella ætti úr gildi keppnisbann knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar. Þorvaldur var dæmdur í fjögurra ára keppnisbann árið 2015 eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Reykjavíkurmóti Fáks í Víðidal. Var þetta í annað skiptið sem hann féll á lyfjaprófi. Héraðssambandið Skarphéðinn lagði til að íþróttaþingið tæki dóminn fyrir og var tillagan send í laganefnd þingsins. Þar var lögð fram greinargerð frá lyfjaeftirliti ÍSÍ sem gerði grein fyrir því að samkvæmt reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) væri ekki hægt að endurskoða lyfjadóma. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að fyrir vikið hafi tillagan verið dregin til baka enda ljóst að atkvæði frá þinggestum um málið hefðu ekkert vægi. Þorvaldur yrði áfram skráður í keppnisbann sama hvað þinggestir hefðu um málið að segja. Í lögum ÍSÍ segir að íþróttaþing hafi heimild til að fella niður refsingu með 2/3 greiddra atkvæða eða veita dæmdum aðila full réttindi að nýju. Lárus segir að lög WADA séu æðri en lög ÍSÍ hvað þetta varði. „Við erum skuldbundin til að taka upp allar breytingar sem WADA tekur upp,“ segir Lárus. Það sýni hvað lög WADA séu sterk gagnvart lögum ÍSÍ. Hann rekur ekki minni til þess að fyrrnefnd heimild hafi verið nýtt hér á landi. „Henni hefur verið ætlað að vera einhver neyðarmöguleiki ef eitthvað hefði misfarist,“ segir Lárus. Ljóst sé að þingið geti ekki breytt dómum. Eina leiðin sé að fara með málin fyrir alþjóðlega íþróttadómstólinn í slíkum tilfellum.
Hestar Tengdar fréttir Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Þorvaldur Árni Þorvaldsson slapp með skrekkinn í fyrra en gæti nú átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn á rúmu ári. 24. júní 2015 07:00 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Vilja að íþróttaþing felli keppnisbann Þorvalds Árna úr gildi Fékk fjögurra ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir tveimur árum síðan. 4. maí 2017 11:15 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjá meira
Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Þorvaldur Árni Þorvaldsson slapp með skrekkinn í fyrra en gæti nú átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn á rúmu ári. 24. júní 2015 07:00
Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06
Vilja að íþróttaþing felli keppnisbann Þorvalds Árna úr gildi Fékk fjögurra ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir tveimur árum síðan. 4. maí 2017 11:15
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14