Eru þakklát fyrir að fá að halda hátíðina við Skógafoss Guðný Hrönn skrifar 27. maí 2017 14:00 Hljómsveitin The xx kom hingað til lands árið 2014 og vann að nýjustu plötu sinni, I See You. MYND/THE XX Breska hljómsveitin The xx kemur til Íslands í sumar til að halda Night + Day tónlistarhátíðina við Skógafoss. Söngkonan og gítarleikarinn Romy Madley Croft trúir varla að hátíðin sé að verða að veruleika að eigin sögn en Ísland á stað í hjarta hennar. Hljómsveitin The xx mun ásamt öðrum sjá um listræna stjórnun og skipulag í kringum Night + Day hátíðina sem hefur verið haldin nokkrum sinnum áður víða um heim. Og nú er komið að Íslandi. Á hátíðinni, sem haldin verður í Drangshlíðardal við Skógafoss dagana 14.-16. júlí, koma fram bæði erlendir og íslenskir tónlistarmenn. Romy er mjög spennt fyrir hátíðinni og trúir varla að hátíðin sé að verða að veruleika. Hún segir bandið vera sérstaklega spennt fyrir heimsókninni til landsins. „Við erum sem sagt að koma til Íslands og bjóðum nokkrum af okkar uppáhaldstónlistarmönnum að halda þessa tónleika með okkur,“ segir Romy sem hefur heimsótt Ísland tvisvar áður og er ástfangin af landinu að eigin sögn. Fyrst kom Romy hingað árið 2011, með núverandi unnustu sinni. „Kærasta mín þá, og núverandi unnusta mín, stakk upp á að við myndum fara til Íslands þegar vinkona hennar bauð okkur. Þetta var mjög snemma í sambandinu okkar, mögulega of snemma til að fara í svona ferðalag saman myndu margir segja. En við gerðum það og það var algjörlega dásamlegt. Við heimsóttum Ísland yfir vetrartíma og nutum svo vel. Og það er kannski þessi persónulega upplifun mín sem gerir það að verkum að ég er spennt að fara aftur til Íslands. Svo var það árið 2014, þegar við í bandinu vorum að tala um að okkur langaði að fara aðeins frá London til að búa til tónlist í nýju umhverfi, umhverfi sem myndi veita okkur innblástur. Okkur langaði að komast aðeins út fyrir þægindarammann okkar. Og við lögðum höfuðið í bleyti. Það var þá sem hugmyndin um að fara til Íslands kom upp,“ útskýrir Romy en bandið kom hingað um sumarið 2014 og tók upp hluta plötu sinnar, I see you. „Þegar við vorum hérna fyrir þremur árum sáum við auðvitað bara pínulítinn part landsins. Það er margt sem við eigum eftir sjá. Við komum auðvitað að hluta til vegna náttúrunnar en svo vorum við eiginlega bara föst inni í stúdíói að búa til tónlist,“ segir hún og hlær.„En við reyndum samt að fara svolítið út og fara í einhverjar ferðir. Það var einstakt að fá tækifæri til að gera það saman því oftast er maður er svo upptekinn af því að vinna og gleymir að njóta saman.“ „Þegar við yfirgáfum Ísland þá töluðum við um að það væri gaman að upplifa þetta með vinum okkar seinna og að það væri gaman að koma aftur í almennilegt frí. Þannig að þegar við ræddum um hvar við gætum haldið Night + Day næst þá datt okkur Ísland í hug.“ Umhverfið spilar alltaf stórt hlutverk á Day + NightHér má sjá Romy Madley Croft í miðjunni ásamt Oliver Sim og Jamie Smith, hinum meðlimum The xx við Skógafoss.Mynd/The xxSpurð út í aðrar hátíðir í Day + Night seríunni sem sveitin hefur haldið segir Romy þær allar vera ólíkar. „Það sem stendur kannski upp úr er hátíðin sem við héldum í skemmtigarði í Berlín. Það var mjög súrrealískt. Þetta var stór skemmtigarður með hringekju, og alls kyns tívolítækjum. Það var ótrúleg upplifun, að bjóða fólki á tónleikahátíð í slíku umhverfi. Svo var líka gaman að halda festival í Lissabon, upp við stóra á við hliðina á kastala. Sólin skein og það var ótrúlega fallegt.“ Umhverfið hverju sinni spilar greinilega stórt hlutverk á Day + Night hátíðunum og innt eftir því hvernig fyrirkomulagið verður á Íslandi segir Romy: „Við erum á fullu í undirbúningi þessa stundina, og það er frábært að Skógafoss fái að spila stórt hlutverk á hátíðinni og að náttúran almennt njóti sín vel á tónleikunum. Ég hreinlega trúi ekki að við getum gert þetta, við erum svo glöð yfir að fá að halda hátíðina á þessum einstaklega fallega stað,“ segir Romy og leggur áherslu á að hljómsveitin sé afar þakklát. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af því að óútreiknanlega veðrið á Íslandi muni setja strik í reikninginn á hátíðinni kveðst Romy ekkert vera að stressa sig á því.„Nei, nei, ég ólst upp á Englandi og hef stundað enskar tónlistarhátíðir í gegnum tíðina þannig að ég þekki þetta.“ „Ég veit ekki hvernig þetta er fyrir Íslendinga, en eftir að hafa sjálf alist upp á Englandi þá eru væntingar mínar til veðurs ekki það miklar,“ segir Romy og hlær. „Það kemur alltaf skemmtilega á óvart þegar veðrið er gott. En ég er ekkert að búast við því. Við krossum bara fingur og vonum það besta. En sem dæmi þá hellirigndi þegar við vorum í Berlín en fólk lét það ekki á sig fá og hélt bara áfram að skemmta sér.“ Eru öll mjög feiminÁ hátíðinni mun koma fram bæði íslenskt og erlent tónlistarfólk. „Við vorum með langan lista yfir tónlistarfólk og hljómsveitir sem við dáumst að og hlustum á fyrir framan okkur. Svo snýst þetta bara um að hafa samband við þau bönd og tónlistarfólk sem við viljum fá á hátíðina. Þetta er eitthvað sem okkur fannst erfitt, því við erum öll feimin. Það er ekki innan okkar þægindaramma að fara upp að fólki og spyrja það upp úr þurru hvort það vilji koma á tónlistarhátíðina okkar,“ segir Romy og hlær. „Við höfum alveg lent í smá rifrildi okkar á milli á hátíðum og svoleiðis, því við erum of feimin til að fara upp að fólki og spyrja það. Það er gott dæmi um hvað þetta er kjánalegt,“ segir Romy. „En við erum búin að vera starfandi lengi og búin að mynda gott tengslanet, það hjálpar.“ „Í ár vildum við hafa öflugan hóp tónlistarmanna á hátíðinni og bjóða áhorfendum upp á fjölbreytta tónlist. Ég vildi líka passa að það væru konur í þessu „line up-i“. Það er stundum sjokkerandi að renna yfir lista yfir bönd sem eru að spila á tónlistarhátíðum og sjá að konur eru varla sjáanlegar, það þykir mér svo sorglegt. Og hvað varðar íslensk bönd, þá lögðum öll áherslu á að hafa íslenskt tónlistarfólk á hátíðinni líka,“ segir Romy. Þess má geta að tónlistarmaðurinn Högni Egilsson er meðal þeirra Íslendinga sem munu koma fram á hátíðinni.„Við hittum Högna þegar við vorum hér síðast, og hann tók svo vel á móti okkur og aðstoðaði okkur. Þannig að við tékkuðum á honum og hann var til.“ Spurð út í hvort hún og aðrir meðlimir The xx hlusti almennt á íslenska tónlist svarar hún játandi. „Já, ég hef klárlega hlustað eitthvað á íslenska tónlist. En annars nýtum við alltaf Day + Night sem tækifæri til að kynnast nýrri tónlist. Það getur nefnilega verið svolítið erfitt að kynna sér nýja tónlist, framboðið er svo mikið. Og þess vegna verður gaman að nýta þetta tækifæri, til að sjá hvað er að gerast í íslensku tónlistarsenunni, ég held að þetta eigi eftir að verða lærdómsríkt. Ég er mjög spennt vegna þess að íslenska tónlistin og tónlistarfólkið sem ég þekki hefur hingað til veitt mér mikinn innblástur.“ Taka fullan þátt í að skipuleggjaAugljóslega krefst það mikillar vinnu að halda stóra tónlistarhátíð á borð við Day + Night og það sem er óvenjulegt er hversu mikinn þátt hljómsveitin vill taka í öllu skipulagi. „Já, þetta er mikil vinna, en við viljum taka fullan þátt í öllu, allt frá listrænni umgjörð til uppsetningar ljósa og varnings sem er seldur á svæðinu. Okkur þykir vænt um að fólk mæti á hátíðina okkar og viljum gera þetta vel. Þetta er klárlega mikil vinna, en við viljum frekar gefa allt í þetta frekar en að láta einhverja aðra sjá um allt.“ Spurð út í hvort þetta verði þá bara eintóm vinna fyrir þau á meðan þau eru stödd hér á landi segir Romy: „Nei, ég held að við ætlum að fljúga til Íslands viku áður en hátíðin hefst. Og mig langar að nýta tímann vel og ferðast og sjá meira en ég náði að sjá síðast.“ Á meðan á spjalli við blaðamann stendur tekur Romy reglulega fram hversu þakklát hún sé fyrir að fá tækifæri til að halda tónlistarhátíð á Íslandi, í náttúrunni við Skógafoss.„Við gerum þetta af einlægni og ætlum að vanda til verka. Ég vil ekki að fólk haldi að við munum bara mæta og halda hátíðina hugsunarlaust, og fara svo.“ „Við berum mikla virðingu fyrir landinu og það fyrsta sem við ræddum um þegar í ljós kom að hátíðin við Skógafoss yrði að veruleika var að við viljum vera umhverfisvæn. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda umhverfið og náttúruna sem best. Það er alltaf mitt persónulega markmið, að passa vel upp á umhverfið,“ segir Romy sem vill minna þá, sem ætla að leggja leið sína á hátíðina, á að litlu hlutirnir skipta málir. „Við viljum koma þeim skilaboðum áleiðis til tónleikagesta.“ Að lokum greinir Romy frá því að hún hefur orðið vör við að margt fólk sé afar spennt fyrir hátíðinni. „Já, við höfum fengið svakalega góð viðbrögð frá aðdáendum okkar. Margt fólk hefur sagt okkur að það hafi alltaf langað til að heimsækja Ísland og að fólk ætlar að nýta sumarfríið sitt til að koma á hátíðina og skoða landið í leiðinni,“ segir Romy spennt. Þess má geta að eitt markmið hátíðarinnar er að styðja við nærumhverfið og þess vegna sem dæmi verða heimamenn með sölubása á hátíðinni þar sem þeir selja handverk og fleira. Eins verður hluti ágóðans af miðasölu á hátíðina settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss með einum eða öðrum hætti. Tónlist Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Breska hljómsveitin The xx kemur til Íslands í sumar til að halda Night + Day tónlistarhátíðina við Skógafoss. Söngkonan og gítarleikarinn Romy Madley Croft trúir varla að hátíðin sé að verða að veruleika að eigin sögn en Ísland á stað í hjarta hennar. Hljómsveitin The xx mun ásamt öðrum sjá um listræna stjórnun og skipulag í kringum Night + Day hátíðina sem hefur verið haldin nokkrum sinnum áður víða um heim. Og nú er komið að Íslandi. Á hátíðinni, sem haldin verður í Drangshlíðardal við Skógafoss dagana 14.-16. júlí, koma fram bæði erlendir og íslenskir tónlistarmenn. Romy er mjög spennt fyrir hátíðinni og trúir varla að hátíðin sé að verða að veruleika. Hún segir bandið vera sérstaklega spennt fyrir heimsókninni til landsins. „Við erum sem sagt að koma til Íslands og bjóðum nokkrum af okkar uppáhaldstónlistarmönnum að halda þessa tónleika með okkur,“ segir Romy sem hefur heimsótt Ísland tvisvar áður og er ástfangin af landinu að eigin sögn. Fyrst kom Romy hingað árið 2011, með núverandi unnustu sinni. „Kærasta mín þá, og núverandi unnusta mín, stakk upp á að við myndum fara til Íslands þegar vinkona hennar bauð okkur. Þetta var mjög snemma í sambandinu okkar, mögulega of snemma til að fara í svona ferðalag saman myndu margir segja. En við gerðum það og það var algjörlega dásamlegt. Við heimsóttum Ísland yfir vetrartíma og nutum svo vel. Og það er kannski þessi persónulega upplifun mín sem gerir það að verkum að ég er spennt að fara aftur til Íslands. Svo var það árið 2014, þegar við í bandinu vorum að tala um að okkur langaði að fara aðeins frá London til að búa til tónlist í nýju umhverfi, umhverfi sem myndi veita okkur innblástur. Okkur langaði að komast aðeins út fyrir þægindarammann okkar. Og við lögðum höfuðið í bleyti. Það var þá sem hugmyndin um að fara til Íslands kom upp,“ útskýrir Romy en bandið kom hingað um sumarið 2014 og tók upp hluta plötu sinnar, I see you. „Þegar við vorum hérna fyrir þremur árum sáum við auðvitað bara pínulítinn part landsins. Það er margt sem við eigum eftir sjá. Við komum auðvitað að hluta til vegna náttúrunnar en svo vorum við eiginlega bara föst inni í stúdíói að búa til tónlist,“ segir hún og hlær.„En við reyndum samt að fara svolítið út og fara í einhverjar ferðir. Það var einstakt að fá tækifæri til að gera það saman því oftast er maður er svo upptekinn af því að vinna og gleymir að njóta saman.“ „Þegar við yfirgáfum Ísland þá töluðum við um að það væri gaman að upplifa þetta með vinum okkar seinna og að það væri gaman að koma aftur í almennilegt frí. Þannig að þegar við ræddum um hvar við gætum haldið Night + Day næst þá datt okkur Ísland í hug.“ Umhverfið spilar alltaf stórt hlutverk á Day + NightHér má sjá Romy Madley Croft í miðjunni ásamt Oliver Sim og Jamie Smith, hinum meðlimum The xx við Skógafoss.Mynd/The xxSpurð út í aðrar hátíðir í Day + Night seríunni sem sveitin hefur haldið segir Romy þær allar vera ólíkar. „Það sem stendur kannski upp úr er hátíðin sem við héldum í skemmtigarði í Berlín. Það var mjög súrrealískt. Þetta var stór skemmtigarður með hringekju, og alls kyns tívolítækjum. Það var ótrúleg upplifun, að bjóða fólki á tónleikahátíð í slíku umhverfi. Svo var líka gaman að halda festival í Lissabon, upp við stóra á við hliðina á kastala. Sólin skein og það var ótrúlega fallegt.“ Umhverfið hverju sinni spilar greinilega stórt hlutverk á Day + Night hátíðunum og innt eftir því hvernig fyrirkomulagið verður á Íslandi segir Romy: „Við erum á fullu í undirbúningi þessa stundina, og það er frábært að Skógafoss fái að spila stórt hlutverk á hátíðinni og að náttúran almennt njóti sín vel á tónleikunum. Ég hreinlega trúi ekki að við getum gert þetta, við erum svo glöð yfir að fá að halda hátíðina á þessum einstaklega fallega stað,“ segir Romy og leggur áherslu á að hljómsveitin sé afar þakklát. Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af því að óútreiknanlega veðrið á Íslandi muni setja strik í reikninginn á hátíðinni kveðst Romy ekkert vera að stressa sig á því.„Nei, nei, ég ólst upp á Englandi og hef stundað enskar tónlistarhátíðir í gegnum tíðina þannig að ég þekki þetta.“ „Ég veit ekki hvernig þetta er fyrir Íslendinga, en eftir að hafa sjálf alist upp á Englandi þá eru væntingar mínar til veðurs ekki það miklar,“ segir Romy og hlær. „Það kemur alltaf skemmtilega á óvart þegar veðrið er gott. En ég er ekkert að búast við því. Við krossum bara fingur og vonum það besta. En sem dæmi þá hellirigndi þegar við vorum í Berlín en fólk lét það ekki á sig fá og hélt bara áfram að skemmta sér.“ Eru öll mjög feiminÁ hátíðinni mun koma fram bæði íslenskt og erlent tónlistarfólk. „Við vorum með langan lista yfir tónlistarfólk og hljómsveitir sem við dáumst að og hlustum á fyrir framan okkur. Svo snýst þetta bara um að hafa samband við þau bönd og tónlistarfólk sem við viljum fá á hátíðina. Þetta er eitthvað sem okkur fannst erfitt, því við erum öll feimin. Það er ekki innan okkar þægindaramma að fara upp að fólki og spyrja það upp úr þurru hvort það vilji koma á tónlistarhátíðina okkar,“ segir Romy og hlær. „Við höfum alveg lent í smá rifrildi okkar á milli á hátíðum og svoleiðis, því við erum of feimin til að fara upp að fólki og spyrja það. Það er gott dæmi um hvað þetta er kjánalegt,“ segir Romy. „En við erum búin að vera starfandi lengi og búin að mynda gott tengslanet, það hjálpar.“ „Í ár vildum við hafa öflugan hóp tónlistarmanna á hátíðinni og bjóða áhorfendum upp á fjölbreytta tónlist. Ég vildi líka passa að það væru konur í þessu „line up-i“. Það er stundum sjokkerandi að renna yfir lista yfir bönd sem eru að spila á tónlistarhátíðum og sjá að konur eru varla sjáanlegar, það þykir mér svo sorglegt. Og hvað varðar íslensk bönd, þá lögðum öll áherslu á að hafa íslenskt tónlistarfólk á hátíðinni líka,“ segir Romy. Þess má geta að tónlistarmaðurinn Högni Egilsson er meðal þeirra Íslendinga sem munu koma fram á hátíðinni.„Við hittum Högna þegar við vorum hér síðast, og hann tók svo vel á móti okkur og aðstoðaði okkur. Þannig að við tékkuðum á honum og hann var til.“ Spurð út í hvort hún og aðrir meðlimir The xx hlusti almennt á íslenska tónlist svarar hún játandi. „Já, ég hef klárlega hlustað eitthvað á íslenska tónlist. En annars nýtum við alltaf Day + Night sem tækifæri til að kynnast nýrri tónlist. Það getur nefnilega verið svolítið erfitt að kynna sér nýja tónlist, framboðið er svo mikið. Og þess vegna verður gaman að nýta þetta tækifæri, til að sjá hvað er að gerast í íslensku tónlistarsenunni, ég held að þetta eigi eftir að verða lærdómsríkt. Ég er mjög spennt vegna þess að íslenska tónlistin og tónlistarfólkið sem ég þekki hefur hingað til veitt mér mikinn innblástur.“ Taka fullan þátt í að skipuleggjaAugljóslega krefst það mikillar vinnu að halda stóra tónlistarhátíð á borð við Day + Night og það sem er óvenjulegt er hversu mikinn þátt hljómsveitin vill taka í öllu skipulagi. „Já, þetta er mikil vinna, en við viljum taka fullan þátt í öllu, allt frá listrænni umgjörð til uppsetningar ljósa og varnings sem er seldur á svæðinu. Okkur þykir vænt um að fólk mæti á hátíðina okkar og viljum gera þetta vel. Þetta er klárlega mikil vinna, en við viljum frekar gefa allt í þetta frekar en að láta einhverja aðra sjá um allt.“ Spurð út í hvort þetta verði þá bara eintóm vinna fyrir þau á meðan þau eru stödd hér á landi segir Romy: „Nei, ég held að við ætlum að fljúga til Íslands viku áður en hátíðin hefst. Og mig langar að nýta tímann vel og ferðast og sjá meira en ég náði að sjá síðast.“ Á meðan á spjalli við blaðamann stendur tekur Romy reglulega fram hversu þakklát hún sé fyrir að fá tækifæri til að halda tónlistarhátíð á Íslandi, í náttúrunni við Skógafoss.„Við gerum þetta af einlægni og ætlum að vanda til verka. Ég vil ekki að fólk haldi að við munum bara mæta og halda hátíðina hugsunarlaust, og fara svo.“ „Við berum mikla virðingu fyrir landinu og það fyrsta sem við ræddum um þegar í ljós kom að hátíðin við Skógafoss yrði að veruleika var að við viljum vera umhverfisvæn. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda umhverfið og náttúruna sem best. Það er alltaf mitt persónulega markmið, að passa vel upp á umhverfið,“ segir Romy sem vill minna þá, sem ætla að leggja leið sína á hátíðina, á að litlu hlutirnir skipta málir. „Við viljum koma þeim skilaboðum áleiðis til tónleikagesta.“ Að lokum greinir Romy frá því að hún hefur orðið vör við að margt fólk sé afar spennt fyrir hátíðinni. „Já, við höfum fengið svakalega góð viðbrögð frá aðdáendum okkar. Margt fólk hefur sagt okkur að það hafi alltaf langað til að heimsækja Ísland og að fólk ætlar að nýta sumarfríið sitt til að koma á hátíðina og skoða landið í leiðinni,“ segir Romy spennt. Þess má geta að eitt markmið hátíðarinnar er að styðja við nærumhverfið og þess vegna sem dæmi verða heimamenn með sölubása á hátíðinni þar sem þeir selja handverk og fleira. Eins verður hluti ágóðans af miðasölu á hátíðina settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss með einum eða öðrum hætti.
Tónlist Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira