Valentino Rossi á spítala eftir motocross slys Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2017 10:16 Valentino Rossi. Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent
Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent