Fjármálaráðherra hefur auknar áhyggjur af vaxandi styrk krónunnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2017 18:35 Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00
Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30