Þingmennskan og hljómsveitarlífið passa vel saman Guðný Hrönn skrifar 24. maí 2017 10:45 Kolbeinn mun halda uppi stuðinu á Rósenberg í kvöld með hljómsveitinni Slow Train. VÍSIR/EYÞÓR „Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Í kvöld mun Slow Train aðeins spila lög Bobs Dylan en nóbelsskáldið á afmæli í dag. „Ójá, og það mörg,“ segir Kolbeinn aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag eftir Dylan. „Það fer allt eftir stemmningunni. Í sumar, sól og gleði á New Morning alltaf við, en sæki depurðin að (sem gerist nú ekki oft) er gott að hlýða á Not Dark Yet. Það lag sem lengst hefur fylgt mér sem uppáhaldslag er þó Sad Eyed Lady of the Lowlands.“ Kolbeinn er spenntur fyrir kvöldinu enda er hann vera afar mikill Dylan-aðdáandi.„En eru allir í raun ekki aðdáendur Dylans? Við Slow Train-liðar erum kannski mismiklir aðdáendur. Allt frá forsprakkanum, sem á líklega flest allt sem hefur verið gefið út með honum, til annarra í bandinu sem kannast nú við fæst lögin sem við tökum. Hvað mig sjálfan varðar er ég nú líklega nær því að vera ofurmikill aðdáandi.“ Spurður nánar út í bandið sjálft, Slow Train, segir Kolbeinn: „Við erum fimm. Forsprakki er Jóhannes Hlynur Sigurðsson, héraðshöfðingi úr Þjórsárdal, sem syngur, spilar á kassagítar og blæs í munnhörpu. Dylan Gnúpverjahrepps, eins og hann hefur verið nefndur. Þaðan erum við bræður líka ættaðir, ég og bassaleikarinn Hrafnkell Á. Proppé. Fulltrúi skógræktenda er svo Hreinn Óskarsson, sem slær strengi rafgítarsins, en hestamenn og aðdáendur hrynfestu eiga sinn fulltrúa í Skeiðamanninum Gunna Jóns.“ Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
„Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. Í kvöld mun Slow Train aðeins spila lög Bobs Dylan en nóbelsskáldið á afmæli í dag. „Ójá, og það mörg,“ segir Kolbeinn aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag eftir Dylan. „Það fer allt eftir stemmningunni. Í sumar, sól og gleði á New Morning alltaf við, en sæki depurðin að (sem gerist nú ekki oft) er gott að hlýða á Not Dark Yet. Það lag sem lengst hefur fylgt mér sem uppáhaldslag er þó Sad Eyed Lady of the Lowlands.“ Kolbeinn er spenntur fyrir kvöldinu enda er hann vera afar mikill Dylan-aðdáandi.„En eru allir í raun ekki aðdáendur Dylans? Við Slow Train-liðar erum kannski mismiklir aðdáendur. Allt frá forsprakkanum, sem á líklega flest allt sem hefur verið gefið út með honum, til annarra í bandinu sem kannast nú við fæst lögin sem við tökum. Hvað mig sjálfan varðar er ég nú líklega nær því að vera ofurmikill aðdáandi.“ Spurður nánar út í bandið sjálft, Slow Train, segir Kolbeinn: „Við erum fimm. Forsprakki er Jóhannes Hlynur Sigurðsson, héraðshöfðingi úr Þjórsárdal, sem syngur, spilar á kassagítar og blæs í munnhörpu. Dylan Gnúpverjahrepps, eins og hann hefur verið nefndur. Þaðan erum við bræður líka ættaðir, ég og bassaleikarinn Hrafnkell Á. Proppé. Fulltrúi skógræktenda er svo Hreinn Óskarsson, sem slær strengi rafgítarsins, en hestamenn og aðdáendur hrynfestu eiga sinn fulltrúa í Skeiðamanninum Gunna Jóns.“ Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.30.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira