Þvættingur að fjármálaáætlunin nái ekki í gegnum þingið Snærós Sindradóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálfstæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun fjármálaráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábendingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við einstaka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða einstaka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarðanir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkisstjórnin verður að vita hvaða afleiðingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Haraldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálfstæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun fjármálaráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábendingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við einstaka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða einstaka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarðanir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkisstjórnin verður að vita hvaða afleiðingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Haraldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira