Voru Barcelona-menn rændir spænska meistaratitlinum í vetur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2017 23:15 Lionel Messi og Luis Suarez. Vísir/Getty Barcelona og Real Madrid háðu í vetur einu sinni sem oftar mikið einvígi um spænska meistaratitilinn og á endanum höfðu leikmenn Real Madrid betur. Barcelona vann 4-2 sigur á Eibar í lokaumferðinni en það dugði skammt þar sem Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með útisigri á Malaga. Þetta var 33. meistaratitill Real Madrid en sá fyrsti frá vorinu 2012. Börsungar voru búnir að vinna hann undanfarin tvö tímabil og alls þrisvar sinnum síðan að Real vann hann síðast. Margir tapsárir stuðningsmenn Börsunga halda því hinsvegar fram að þeir hafi verið rændir spænska meistaratitlinum í vetur og það sem meira er að þeir leggja fram sönnunargöng á Twitter-síðunni Barcelona Comps. Barcelona færa rök fyrir því að liðið hafi tapað tólf stigum á tímabilinu þökk sé mistaka dómara. Í sömu samatekt er sýnt fram á það að Real Madrid hafi fengið tveimur stigum meira þökk sé mistökum dómara. Barcelona menn telja sig hlunnfarna um nokkrar vítaspyrnur þar sem um greinilega hendi var að ræða og þá var mark ekki dæmt í leik á móti Real Betis þar sem boltinn fór greinilega yfir línuna. Annað dæmi er þegar mark var dæmt af vegna rangstöðu sem var ekki rétt. Það eru ekki bara stuðningsmenn Barcelona sem kvarta sáran yfir þessu því Gerard Pique lét einnig vel heyra í sér um það óréttlæti sem honum fannst Barcelona-liðið verða fyrir á þessu tímabili. Það er hægt að sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.La Liga 2016/17: The biggest league robbery in history. Points due to referee mistakes: Barcelona: -12 pts. Real Madrid: +2 pts. pic.twitter.com/fPFuSsHsYp — Barcelona Comps (@MagicOfBarca2) May 21, 2017 Það fylgir þó ekki sögunni hversu mörg stig Barcelona-liðið náði í hús eftir að hafa fengið smá „hjálp“ frá dómurum. Aðalástæðan fyrir því að Barcelona missti af titlinum er þó vafalaust tapleikir liðsins á móti Alaves, Celta Vigo, Deportivo La Coruna og Malaga. Þetta eru allt lið sem Barcelona vinnur vanalega á eðlilegum degi. Spænski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Barcelona og Real Madrid háðu í vetur einu sinni sem oftar mikið einvígi um spænska meistaratitilinn og á endanum höfðu leikmenn Real Madrid betur. Barcelona vann 4-2 sigur á Eibar í lokaumferðinni en það dugði skammt þar sem Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn með útisigri á Malaga. Þetta var 33. meistaratitill Real Madrid en sá fyrsti frá vorinu 2012. Börsungar voru búnir að vinna hann undanfarin tvö tímabil og alls þrisvar sinnum síðan að Real vann hann síðast. Margir tapsárir stuðningsmenn Börsunga halda því hinsvegar fram að þeir hafi verið rændir spænska meistaratitlinum í vetur og það sem meira er að þeir leggja fram sönnunargöng á Twitter-síðunni Barcelona Comps. Barcelona færa rök fyrir því að liðið hafi tapað tólf stigum á tímabilinu þökk sé mistaka dómara. Í sömu samatekt er sýnt fram á það að Real Madrid hafi fengið tveimur stigum meira þökk sé mistökum dómara. Barcelona menn telja sig hlunnfarna um nokkrar vítaspyrnur þar sem um greinilega hendi var að ræða og þá var mark ekki dæmt í leik á móti Real Betis þar sem boltinn fór greinilega yfir línuna. Annað dæmi er þegar mark var dæmt af vegna rangstöðu sem var ekki rétt. Það eru ekki bara stuðningsmenn Barcelona sem kvarta sáran yfir þessu því Gerard Pique lét einnig vel heyra í sér um það óréttlæti sem honum fannst Barcelona-liðið verða fyrir á þessu tímabili. Það er hægt að sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.La Liga 2016/17: The biggest league robbery in history. Points due to referee mistakes: Barcelona: -12 pts. Real Madrid: +2 pts. pic.twitter.com/fPFuSsHsYp — Barcelona Comps (@MagicOfBarca2) May 21, 2017 Það fylgir þó ekki sögunni hversu mörg stig Barcelona-liðið náði í hús eftir að hafa fengið smá „hjálp“ frá dómurum. Aðalástæðan fyrir því að Barcelona missti af titlinum er þó vafalaust tapleikir liðsins á móti Alaves, Celta Vigo, Deportivo La Coruna og Malaga. Þetta eru allt lið sem Barcelona vinnur vanalega á eðlilegum degi.
Spænski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira