Menning

Júníus Meyvant heldur myndlistarsýningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Júníus er skemmtilegur maður og mjög hæfileikaríkur.
Júníus er skemmtilegur maður og mjög hæfileikaríkur.
Síðastlistinn laugardag, þann 20. maí opnaði Júníus Meyvant sína fyrstu myndlistasýningu í Reykjavík á Kex Hostel, nánar tiltekið í Gym & Tonic salnum.

Þar hafa verið til sýnis verk eftir hann og eftirprentanir en helmingur allra sölutekna renna í hungurneyðarsjóð Unicef. Sýningin er enn opin en síðasti dagur sýningarinnar verður á Uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí. Júníus Meyvant verður á staðnum milli kl 12-17.

Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmanneyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar sem er best þekktur sem tónlistarmaður.

Það sem færri vita er að Júníus Meyvant hóf listamannaferil sinn sem myndlistamaður áður en hann hóf tónlistarferil sinn. Sýningin á Kex er þó hans fyrsta myndlistasýning í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.