Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2017 07:00 Polar Nanoq var snúið við til hafnar eftir að grunur vaknaði um að um borð væri sá sem bæri ábyrgð á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Í það minnsta tíu skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq verða kallaðir til Íslands til að bera vitni gegn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Mennirnir voru allir samstarfsmenn Thomasar á skipinu og áttu í samskiptum við hann eftir laugardagsmorguninn 14. janúar, þegar Thomas er grunaður um að hafa framið ódæðisverkið. Grænlenska togaranum var snúið til Íslands um miðjan dag þriðjudaginn 17. janúar þegar grunur vaknaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að um borð væru menn sem bæru ábyrgð á hvarfi Birnu. Tveir skipverjar voru handteknir um hádegisbil þann 18. janúar og skipið kom til hafnar rétt fyrir miðnætti þann sama dag. Þriðji skipverjinn var handtekinn um kvöldið en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.vísir/valliSamstarfsmenn Thomasar áttu sem sagt í samskiptum við hann í um það bil fjóra sólarhringa, frá því að hann fór um borð í togarann um hádegisbil á laugardegi og þar til hann var handtekinn um hádegisbil á miðvikudegi. Talið er að vitnisburður skipverjanna muni reynast saksóknara mikilvægur í málinu. Um borð í togaranum fundust skilríki Birnu og meðal annars mátti finna lífsýni á fatnaði hins grunaða. Skipverjunum ber lagaleg skylda til að bera vitni í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir krafist þess að íslenska ríkið greiði kostnað þeirra við ferðalagið hingað til lands. „Íslenska ríkið leggur sem sagt út fyrir þessu. En ef sakborningur verður sakfelldur þá er hann rukkaður um þetta. Ef við verðum heppin þá verður skipið akkúrat í höfn. Það er reynt að stilla þessu upp þannig að þetta verði sem þægilegast,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Samkvæmt heimasíðu Flugfélags Íslands kostar flugið fram og til baka frá Grænlandi á bilinu 80 til 100 þúsund krónur fyrir einstakling. Sá kostnaður gæti allur fallið á Thomas fari svo að ekki verði hægt að samræma ferðir skipsins og réttarhöldin, og ef hann verður sakfelldur. Í dag fer fram enn ein fyrirtakan í málinu, nú um seinni fyrirspurn verjanda til dómkvadds réttarmeinafræðings. Dómkvaddur bæklunarlæknir, sem hefur það hlutverk að fara yfir hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu, hefur til 16. júní að skila sinni niðurstöðu en Kolbrún gerir ráð fyrir að svör frá réttarmeinafræðingnum berist í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Þá tekur sumarfrí við sem reynist erfiður tími til að kalla til vitni í málinu. Líklegt sé að aðalmeðferð í máli saksóknara gegn Thomas Møller Olsen fari fram í ágúst næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Í það minnsta tíu skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq verða kallaðir til Íslands til að bera vitni gegn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Mennirnir voru allir samstarfsmenn Thomasar á skipinu og áttu í samskiptum við hann eftir laugardagsmorguninn 14. janúar, þegar Thomas er grunaður um að hafa framið ódæðisverkið. Grænlenska togaranum var snúið til Íslands um miðjan dag þriðjudaginn 17. janúar þegar grunur vaknaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að um borð væru menn sem bæru ábyrgð á hvarfi Birnu. Tveir skipverjar voru handteknir um hádegisbil þann 18. janúar og skipið kom til hafnar rétt fyrir miðnætti þann sama dag. Þriðji skipverjinn var handtekinn um kvöldið en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.vísir/valliSamstarfsmenn Thomasar áttu sem sagt í samskiptum við hann í um það bil fjóra sólarhringa, frá því að hann fór um borð í togarann um hádegisbil á laugardegi og þar til hann var handtekinn um hádegisbil á miðvikudegi. Talið er að vitnisburður skipverjanna muni reynast saksóknara mikilvægur í málinu. Um borð í togaranum fundust skilríki Birnu og meðal annars mátti finna lífsýni á fatnaði hins grunaða. Skipverjunum ber lagaleg skylda til að bera vitni í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir krafist þess að íslenska ríkið greiði kostnað þeirra við ferðalagið hingað til lands. „Íslenska ríkið leggur sem sagt út fyrir þessu. En ef sakborningur verður sakfelldur þá er hann rukkaður um þetta. Ef við verðum heppin þá verður skipið akkúrat í höfn. Það er reynt að stilla þessu upp þannig að þetta verði sem þægilegast,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Samkvæmt heimasíðu Flugfélags Íslands kostar flugið fram og til baka frá Grænlandi á bilinu 80 til 100 þúsund krónur fyrir einstakling. Sá kostnaður gæti allur fallið á Thomas fari svo að ekki verði hægt að samræma ferðir skipsins og réttarhöldin, og ef hann verður sakfelldur. Í dag fer fram enn ein fyrirtakan í málinu, nú um seinni fyrirspurn verjanda til dómkvadds réttarmeinafræðings. Dómkvaddur bæklunarlæknir, sem hefur það hlutverk að fara yfir hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu, hefur til 16. júní að skila sinni niðurstöðu en Kolbrún gerir ráð fyrir að svör frá réttarmeinafræðingnum berist í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Þá tekur sumarfrí við sem reynist erfiður tími til að kalla til vitni í málinu. Líklegt sé að aðalmeðferð í máli saksóknara gegn Thomas Møller Olsen fari fram í ágúst næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00