Benz hefur smíði risarafhlöðuverksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2017 13:28 Mercedes Benz EQ tilraunabíll sem knúinn er rafmagni eingöngu. Í dag mun Angela Merkel, kanslari Þýskalands, taka fyrstu skóflustunguna að 55 milljarða króna risarafhlöðuverksmiðju sem reist verður 130 kílómetra suður af höfuðborginni Berlín. Þó svo að þessi verksmiðja sé ekki eins stór og risarafhlöðuverksmiðja Tesla í Nevada í Bandaríkjunum þá mun hún að sama skapi lækka verð á rafhlöðum í bíla sem spáð er að verði orðnir álíka ódýrir og bílar með hefðbundnum brunavélum árið 2030. Spáð er að framleiðsla rafhlaða fari úr 103 gigawattstunda magni í 278 árið 2021 og muni því næstum þrefaldast á næstu 4 árum. Fleiri stórar rafhlöðuverksmiðjur verða reistar á næstunni í Svíþjóð, Ungverjalandi og Póllandi, auk þessarar verksmiðju Benz í Þýskalandi. Munu þessar verksmiðjur framleiða rafhlöður í bíla frá Volkswagen bílafjölskyldunni og Renault/Nissan. Með þessum nýju verksmiðjum er talið að verð á raflöðum fyrir bíla þessara fyrirtækja muni lækka um 43% . Í Kína eru nú 8 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í bígerð og einnig nýjar verksmiðjur í S-Kóreu, en þar í landi eru hinir stór rafhlöðuframleiðendur Samsung og LG. Þegar risarafhlöðuverksmiðja Tesla verður að fullu kláruð mun hún annast 35 gigawatta ársframleiðslu sem samsvarar 1/3 af heildarrafhlöðuframleiðslu dagsins í dag. Verksmiðjan er hinsvegar í dag aðeins með þriðjung af þeirri framleiðslugetu, en fullbúin getur hún framleitt rafhlöður fyrir 500.000 rafmagnsbíla Tesla á ári. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent
Í dag mun Angela Merkel, kanslari Þýskalands, taka fyrstu skóflustunguna að 55 milljarða króna risarafhlöðuverksmiðju sem reist verður 130 kílómetra suður af höfuðborginni Berlín. Þó svo að þessi verksmiðja sé ekki eins stór og risarafhlöðuverksmiðja Tesla í Nevada í Bandaríkjunum þá mun hún að sama skapi lækka verð á rafhlöðum í bíla sem spáð er að verði orðnir álíka ódýrir og bílar með hefðbundnum brunavélum árið 2030. Spáð er að framleiðsla rafhlaða fari úr 103 gigawattstunda magni í 278 árið 2021 og muni því næstum þrefaldast á næstu 4 árum. Fleiri stórar rafhlöðuverksmiðjur verða reistar á næstunni í Svíþjóð, Ungverjalandi og Póllandi, auk þessarar verksmiðju Benz í Þýskalandi. Munu þessar verksmiðjur framleiða rafhlöður í bíla frá Volkswagen bílafjölskyldunni og Renault/Nissan. Með þessum nýju verksmiðjum er talið að verð á raflöðum fyrir bíla þessara fyrirtækja muni lækka um 43% . Í Kína eru nú 8 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í bígerð og einnig nýjar verksmiðjur í S-Kóreu, en þar í landi eru hinir stór rafhlöðuframleiðendur Samsung og LG. Þegar risarafhlöðuverksmiðja Tesla verður að fullu kláruð mun hún annast 35 gigawatta ársframleiðslu sem samsvarar 1/3 af heildarrafhlöðuframleiðslu dagsins í dag. Verksmiðjan er hinsvegar í dag aðeins með þriðjung af þeirri framleiðslugetu, en fullbúin getur hún framleitt rafhlöður fyrir 500.000 rafmagnsbíla Tesla á ári.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent