Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2017 18:24 Guðlaugur bendir sínum mönnum á að halda ró. Vísir/Ernir Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45
Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09