Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2017 14:51 Reimar Pétursson er formaður Lögmannafélagsins sem fer hörðum orðum í áliti sínu um tillögu dómsmálaráðherra. Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59