Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 15:32 Mótmælendur á götum Caracas. Vísir/Getty Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. Stjórnarandstaðan þar í landi hefur gagnrýnt fjárfestingarbankann harðlega og sakað hann um að fjármagna ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro. Ríkisstjórninni hefur verið mótmælt af tugþúsundum svo vikum skiptir. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði bankann um að fjármagna „ofríki“ eftir að Wall Street Journal greindi frá því að Goldman Sachs hefði keypt skuldabréf í ríkisolíufélaginu PDVSA, langt undir markaðsvirði, fyrir 2.8 milljarða dala, um 280 milljarða króna. Bankinn var í hópi félaga sem keypti tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi í mars síðastliðnum. „Við keyptum þessi skuldabréf, sem gefin voru út árið 2014, á eftirmarkaði af miðlara og áttum ekki í neinum samskiptum við venesúelsk stjórnvöld,“ segir í yfirlýsingu sem Goldman Sachs sendi frá sér í gær.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð„Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið er flókið og í stöðugri þróun og að Venesúela standi á tímamótum. Við erum sammála því að lífsskilyrði þar verði að batna og fjárfestingin er til marks um að við höfum trú á að þróunin verði á þá leið.“ Í yfirlýsingunni var fjöldi hlutabréfa og verð þeirra ekki tilgreint. Miðstýrt áætlanahagkerfi Venesúela hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig eftir að heimsmarkaðsverð á olíu tók að hríðlækka um mitt ár 2014. Hin óvinsæla ríkisstjórn Maduros hefur því í auknum mæli þurft að reiða sig á hvers kyns fjármálagerninga og sölu ríkiseigna til að laða að erlenda fjárfesta. Andstæðingar Maduros hafa undanfarna tvo mánuði mótmælt á götum Caracas og annarra stórborga landsins og krafist kosninga. Um 60 mótmælendur hafa látið lífið í átökum við lögreglu. Tengdar fréttir Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. Stjórnarandstaðan þar í landi hefur gagnrýnt fjárfestingarbankann harðlega og sakað hann um að fjármagna ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro. Ríkisstjórninni hefur verið mótmælt af tugþúsundum svo vikum skiptir. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði bankann um að fjármagna „ofríki“ eftir að Wall Street Journal greindi frá því að Goldman Sachs hefði keypt skuldabréf í ríkisolíufélaginu PDVSA, langt undir markaðsvirði, fyrir 2.8 milljarða dala, um 280 milljarða króna. Bankinn var í hópi félaga sem keypti tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi í mars síðastliðnum. „Við keyptum þessi skuldabréf, sem gefin voru út árið 2014, á eftirmarkaði af miðlara og áttum ekki í neinum samskiptum við venesúelsk stjórnvöld,“ segir í yfirlýsingu sem Goldman Sachs sendi frá sér í gær.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð„Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið er flókið og í stöðugri þróun og að Venesúela standi á tímamótum. Við erum sammála því að lífsskilyrði þar verði að batna og fjárfestingin er til marks um að við höfum trú á að þróunin verði á þá leið.“ Í yfirlýsingunni var fjöldi hlutabréfa og verð þeirra ekki tilgreint. Miðstýrt áætlanahagkerfi Venesúela hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig eftir að heimsmarkaðsverð á olíu tók að hríðlækka um mitt ár 2014. Hin óvinsæla ríkisstjórn Maduros hefur því í auknum mæli þurft að reiða sig á hvers kyns fjármálagerninga og sölu ríkiseigna til að laða að erlenda fjárfesta. Andstæðingar Maduros hafa undanfarna tvo mánuði mótmælt á götum Caracas og annarra stórborga landsins og krafist kosninga. Um 60 mótmælendur hafa látið lífið í átökum við lögreglu.
Tengdar fréttir Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36
Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29
Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15