Benedikt: Fyrstur til að viðurkenna hnökra á fjármálaáætluninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 13:40 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni. Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni.
Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira