Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Brynjar Níelsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, í þingsal. Vísir/Stefán Sú aðferð sem lögð er til í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar alþingismanns er skárri en heimild til aðfarar sem finna má í núgildandi barnaverndarlögum. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum sem felur í sér að ef foreldri sem barn býr hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta umgengnisréttar eða takmarkar hann, þá varði það fangelsi allt að fimm árum. Bragi Guðbrandsson bendir á að í barnalögum í dag sé lokaúrræðið aðför, þar sem barn er tekið af heimili. „Ég held að allir séu sammála um að það sé alversta aðferð sem hægt er að beita í svona málum,“ bætir hann við. Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu og barnið sé beinn þolandi slíkrar aðgerðar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu„Ég held að það sé þá skömminni skárra að í neyðaraðgerðum sé það frekar gert þannig að foreldrið sé handtekið,“ segir hann. Þá beinist aðgerðin að hinum brotlega. Bragi leggur áherslu á að foreldri yrði ekki handtekið nema í algjörum undantekningartilfellum. Bragi bendir líka á að skipta megi tálmunarmálum í stórum dráttum í tvo flokka. Annars vegar þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því að foreldri hindri hitt foreldrið í að umgangast barnið. Það er þegar foreldri telur það andstætt hagsmunum barnsins, jafnvel hættulegt, að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum tilfellum eigi sér slík tálmun stað án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. „Vandinn er sá að þessum ólíku ástæðum er oft blandað saman,“ segir Bragi. Hann segir það þurfa að vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að geta tekið slíka ákvörðun á eigin forsendum. „Það þarf að vera aðili sem veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það er yfirhöfuð hægt að veita henni lögmæti,“ segir Bragi. Sýslumaður eigi að taka þessa ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið hafi kannað hvort gildar ástæður séu fyrir tálmun. Þetta ferli, þar til sýslumaður getur gefið heimild til tálmunar með bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem stystan tíma. Það eigi að klárast innan nokkurra vikna en ekki á mánuðum eða árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Sú aðferð sem lögð er til í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar alþingismanns er skárri en heimild til aðfarar sem finna má í núgildandi barnaverndarlögum. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum sem felur í sér að ef foreldri sem barn býr hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta umgengnisréttar eða takmarkar hann, þá varði það fangelsi allt að fimm árum. Bragi Guðbrandsson bendir á að í barnalögum í dag sé lokaúrræðið aðför, þar sem barn er tekið af heimili. „Ég held að allir séu sammála um að það sé alversta aðferð sem hægt er að beita í svona málum,“ bætir hann við. Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu og barnið sé beinn þolandi slíkrar aðgerðar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu„Ég held að það sé þá skömminni skárra að í neyðaraðgerðum sé það frekar gert þannig að foreldrið sé handtekið,“ segir hann. Þá beinist aðgerðin að hinum brotlega. Bragi leggur áherslu á að foreldri yrði ekki handtekið nema í algjörum undantekningartilfellum. Bragi bendir líka á að skipta megi tálmunarmálum í stórum dráttum í tvo flokka. Annars vegar þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því að foreldri hindri hitt foreldrið í að umgangast barnið. Það er þegar foreldri telur það andstætt hagsmunum barnsins, jafnvel hættulegt, að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum tilfellum eigi sér slík tálmun stað án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. „Vandinn er sá að þessum ólíku ástæðum er oft blandað saman,“ segir Bragi. Hann segir það þurfa að vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að geta tekið slíka ákvörðun á eigin forsendum. „Það þarf að vera aðili sem veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það er yfirhöfuð hægt að veita henni lögmæti,“ segir Bragi. Sýslumaður eigi að taka þessa ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið hafi kannað hvort gildar ástæður séu fyrir tálmun. Þetta ferli, þar til sýslumaður getur gefið heimild til tálmunar með bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem stystan tíma. Það eigi að klárast innan nokkurra vikna en ekki á mánuðum eða árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00