Jáeindaskanninn tekinn í notkun í haust: Upphafleg áætlun sögð óraunhæf Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 14:30 Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, tók fyrstu skóflustunguna að húsi jáeindaskannans í janúar 2016. Vísir/Vilhelm Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17
Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53