Engar yfirheyrslur fóru fram yfir sex einstaklingum sem sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um manndráp í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, í gærkvöldi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurði sína varðandi varðhald.
Hin grunuðu voru flutt í fangelsið á Hólmsheiði þar sem þau sitja í einangrun en um er að ræða fimm karla og eina konu. Karlarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní en konan til 16. júní.
Hólmsheiði er móttöku-og gæsluvarðhaldsfangelsi sem var formlega opnað í júní í fyrra. Í fangelsinu er rými fyrir 56 fanga sem sæta gæsluvarðhaldi og einangrun en áður voru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir á Litla-Hrauni.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan fundi nú um næstu skref í málinu. Það liggur því ekki fyrir hvort að einhverjir sakborninganna verði yfirheyrðir í dag.
Eins og á sást á myndum í gær þegar hin handteknu voru leidd fyrir dómara í héraðsdómi voru tveir menn í einhvers konar göllum en ekki borgarlegum klæðnaði.
Grímur segir að lögreglan hafi lagt hald á fatnað hluta sakborninga og rannsaki hann nú með tilliti til þess hvort þar geti leynst einhver sönnunargögn. Hann vill ekki svara því til hvort lögreglan hafi fundið lífsýni í fötunum.
Í einangrun á Hólmsheiði

Tengdar fréttir

Grunuð um manndráp
Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp.

Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði
Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars.

Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg
Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði.