Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún. Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún.
Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira