Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr. Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2017 16:30 Margir eflaust ánægðir með þetta. Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. „Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segja meðlimir Oyama í tilkynningunni. Oyama er Reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins, sem þau kalla gjarnan sveimrokk. Í lagasmíðum sínum sækja meðlimir Oyama mikinn innblástur í Dinosaur Jr., My Bloody Valentine, Sonic Youth, Slowdive og fleiri sveitir á svipuðum nótum. Oyama gaf sjálf út fyrstu þröngskífu sína, I Wanna, árið 2013, og breiðskífan Coolboy kom svo út hjá 12 Tónum árið 2014 við góðar undirtektir. Sveitin hefur á stuttum ferli náð ágætum árangri og vakið athygli víða um heim, og gerði til að mynda útgáfusamninga vegna Coolboy bæði við Topshelf Record í Bandaríkjunum og Imperial Records í Japan. Sveitin fór svo í tónleikaferð um Japan til að fylgja plötunni eftir. Oyama hafa einnig komið fram á The Great Escape í Bretlandi, Eurosonic í Hollandi og By:Larm í Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðið vor gaf sveitin út smáskífuna Handsome Devil sem náði 17. sæti á viral spotify top 50 vinsældalista Billboard og eru þau um þessar mundir að vinna að meira efni fyrir næstu breiðskífu. Miðasala fer fram á midi.is. Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. „Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segja meðlimir Oyama í tilkynningunni. Oyama er Reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins, sem þau kalla gjarnan sveimrokk. Í lagasmíðum sínum sækja meðlimir Oyama mikinn innblástur í Dinosaur Jr., My Bloody Valentine, Sonic Youth, Slowdive og fleiri sveitir á svipuðum nótum. Oyama gaf sjálf út fyrstu þröngskífu sína, I Wanna, árið 2013, og breiðskífan Coolboy kom svo út hjá 12 Tónum árið 2014 við góðar undirtektir. Sveitin hefur á stuttum ferli náð ágætum árangri og vakið athygli víða um heim, og gerði til að mynda útgáfusamninga vegna Coolboy bæði við Topshelf Record í Bandaríkjunum og Imperial Records í Japan. Sveitin fór svo í tónleikaferð um Japan til að fylgja plötunni eftir. Oyama hafa einnig komið fram á The Great Escape í Bretlandi, Eurosonic í Hollandi og By:Larm í Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðið vor gaf sveitin út smáskífuna Handsome Devil sem náði 17. sæti á viral spotify top 50 vinsældalista Billboard og eru þau um þessar mundir að vinna að meira efni fyrir næstu breiðskífu. Miðasala fer fram á midi.is.
Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira