Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 10:45 Ég væri ekki mannleg ef ég iðraðist ekki gjörða minna og hef átt erfitt með að horfast í augu við þær allan tímann, sagði Andrea Kristín í viðtali við Fréttablaðið árið 2012. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11
Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48