Góðar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 11:30 Mótettukórinn og Alþjóðlega Barokksveitin í Hallgrímskirkju munu tjalda öllu sem til er á tvennum tónleikum sem framundan eru og fá til liðs við sig söngvara sem ekki eru af verri endanum. H-moll messan eftir J.S. Bach hefur verið nefnd mesta tónverk allra tíma og þjóða. Með flutningi hennar nú um helgina fagna Mótettukórinn og Listvinafélag Hallgrímskirkju 35 ára afmæli á árinu. Ekki nóg með það heldur eru líka 35 ár frá því Hörður Áskelsson organisti hóf störf við kirkjuna. Hann brosir að því. ?Það er alltaf verið að finna einhverjar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti. Þegar maður er kominn á minn aldur eru ýmsir möguleikar. Þrjátíu og fimm ára starfsafmæli er ekki verra en hvað annað, það er gaman að upplifa það,? segir hann. Meðflytjendur Mótettukórsins að þessu sinni eru á heimsmælikvarða. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju er skipuð einvala liði hljóðfæraleikara víða að úr heiminum og konsertmeistari er hinn finnski Tuomo Suni. Hörður hælir honum á hvert reipi. „Tuomo Suni er alger lykilmaður. Hann er afar metnaðarfullur fyrir hönd þessarar sveitar og kemur sjálfur svo vel undirbúinn að heilmikill tími sparast á æfingum.“Hörður heldur upp á 35 ára starfsafmæli. Fréttablaðið/Anton BrinkEinsöngvararnir eru líka í sérflokki, að sögn Harðar. ?Fyrir utan Odd Jónsson bassa og Elmar Gilbertsson tenór koma tvær stjörnur barokkheimsins fram. Það eru hin skosk-íslenska sópransöngkona Hannah Morrison og enski kontratenórinn Alex Potter. Þau syngja reglulega með virtustu barokksveitum og stjórnendum heims og hafa sungið inn á fjölda diska. Það var Árni Heimir hjá Sinfóníunni sem sagði mér frá Hönnuh og ég var inni á síðu agents erlendis að leita að kontratenór þegar ég rakst á nafnið hennar. Spurði hana í tölvupósti hvort hún væri laus til að syngja H-messuna á þessum tíma. Hún svaraði um hæl að hún vildi ekkert í heiminum frekar gera. Síðar uppgötvaðist að ég og mamma hennar höfðum verið saman í tónlistarskólanum á Akureyri sem börn og að við hjónin höfðum hitt þær mæðgur einu sinni á jólaskemmtun í Þýskalandi.Hin hálfíslenska Hannah Morrison hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga.Hannah býr í Þýskalandi en er komin til landsins vegna tónleikanna og svarar síma heima hjá frænku sinni. Fyrir mig er hátíð að syngja H-moll messuna heima á Íslandi. Það er músík sem ég elska,? segir hún. Hörður viðurkennir ekki stress vegna tónleikanna heldur eftirvæntingu. ?Ég þekki verkið. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek það upp, spilaði orgelpartinn einu sinni með Pólýfónkórnum og söng það einu sinni á námsárunum.? Tónleikarnir verða tvennir um helgina, á laugardag og sunnudag, báða dagana klukkan 17. Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
H-moll messan eftir J.S. Bach hefur verið nefnd mesta tónverk allra tíma og þjóða. Með flutningi hennar nú um helgina fagna Mótettukórinn og Listvinafélag Hallgrímskirkju 35 ára afmæli á árinu. Ekki nóg með það heldur eru líka 35 ár frá því Hörður Áskelsson organisti hóf störf við kirkjuna. Hann brosir að því. ?Það er alltaf verið að finna einhverjar afsakanir fyrir að gera svona brjálæðislega hluti. Þegar maður er kominn á minn aldur eru ýmsir möguleikar. Þrjátíu og fimm ára starfsafmæli er ekki verra en hvað annað, það er gaman að upplifa það,? segir hann. Meðflytjendur Mótettukórsins að þessu sinni eru á heimsmælikvarða. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju er skipuð einvala liði hljóðfæraleikara víða að úr heiminum og konsertmeistari er hinn finnski Tuomo Suni. Hörður hælir honum á hvert reipi. „Tuomo Suni er alger lykilmaður. Hann er afar metnaðarfullur fyrir hönd þessarar sveitar og kemur sjálfur svo vel undirbúinn að heilmikill tími sparast á æfingum.“Hörður heldur upp á 35 ára starfsafmæli. Fréttablaðið/Anton BrinkEinsöngvararnir eru líka í sérflokki, að sögn Harðar. ?Fyrir utan Odd Jónsson bassa og Elmar Gilbertsson tenór koma tvær stjörnur barokkheimsins fram. Það eru hin skosk-íslenska sópransöngkona Hannah Morrison og enski kontratenórinn Alex Potter. Þau syngja reglulega með virtustu barokksveitum og stjórnendum heims og hafa sungið inn á fjölda diska. Það var Árni Heimir hjá Sinfóníunni sem sagði mér frá Hönnuh og ég var inni á síðu agents erlendis að leita að kontratenór þegar ég rakst á nafnið hennar. Spurði hana í tölvupósti hvort hún væri laus til að syngja H-messuna á þessum tíma. Hún svaraði um hæl að hún vildi ekkert í heiminum frekar gera. Síðar uppgötvaðist að ég og mamma hennar höfðum verið saman í tónlistarskólanum á Akureyri sem börn og að við hjónin höfðum hitt þær mæðgur einu sinni á jólaskemmtun í Þýskalandi.Hin hálfíslenska Hannah Morrison hlakkar til að syngja fyrir Íslendinga.Hannah býr í Þýskalandi en er komin til landsins vegna tónleikanna og svarar síma heima hjá frænku sinni. Fyrir mig er hátíð að syngja H-moll messuna heima á Íslandi. Það er músík sem ég elska,? segir hún. Hörður viðurkennir ekki stress vegna tónleikanna heldur eftirvæntingu. ?Ég þekki verkið. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek það upp, spilaði orgelpartinn einu sinni með Pólýfónkórnum og söng það einu sinni á námsárunum.? Tónleikarnir verða tvennir um helgina, á laugardag og sunnudag, báða dagana klukkan 17.
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira