Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júní 2017 23:00 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir liðið ekkert vera á leiðinni út úr Formúlu 1 og að Eddie Jordan hafi kannski djammað aðeins of hart í Mónakó. Vísir/Getty Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins í Formúlu 1 og nú sérfræðingur Channel 4 í Formúlu 1 hleypti orðrómnum af stað. Hann sagði í samtali við þýska fjölmiðla að Mercedes myndi hverfa aftur til hlutverks vélaframleiðanda eftir tímabilið 2018.Eddie Jordan í Mónakó. Spurningin er hvort hann hafi eitthvað fyrir sér um útgöngu Mercedes.Vísir/GettyJordan segir að hann myndi gera það ef hann stjórnaði Mercedes. Hann segist hafa viðrað skoðun sína við Dieter Zetsche, yfirmann Daimler sem er eignarhaldsfélagið sem rekur Mercedes-Benz. Að sögn Jordan hafnaði Zetsche ekki hugmyndum hans. Wolff hefur hins vegar sagt hugmyndir Jordan byggðar á sandi. Wolff benti á að liðið hefur samið um viðveru sína í Formúlu 1 út árið 2020. „Þessar sögusagnir eru ekki byggðar á staðreyndum og sýna ekkert meira en skaðlegar ágiskanir eins manns,“ sagði Wolff. „Mónakó er staður þar sem fólki finnst gaman að djamma, svo virðist sem einhver hafi gert aðeins of mikið af því,“ sagði Wolff einnig og vísar til orðrómsins en Jordan segist hafa talað við Zetsche í Mónakó. „Mercedes er samningsbundið til þátttöku í Formúlu 1 út árið 2020 og stendur eins og er í viðræðum við nýja eigendur um næstu skref eftir að því tímabili lýkur,“ bætti Wolff við. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins í Formúlu 1 og nú sérfræðingur Channel 4 í Formúlu 1 hleypti orðrómnum af stað. Hann sagði í samtali við þýska fjölmiðla að Mercedes myndi hverfa aftur til hlutverks vélaframleiðanda eftir tímabilið 2018.Eddie Jordan í Mónakó. Spurningin er hvort hann hafi eitthvað fyrir sér um útgöngu Mercedes.Vísir/GettyJordan segir að hann myndi gera það ef hann stjórnaði Mercedes. Hann segist hafa viðrað skoðun sína við Dieter Zetsche, yfirmann Daimler sem er eignarhaldsfélagið sem rekur Mercedes-Benz. Að sögn Jordan hafnaði Zetsche ekki hugmyndum hans. Wolff hefur hins vegar sagt hugmyndir Jordan byggðar á sandi. Wolff benti á að liðið hefur samið um viðveru sína í Formúlu 1 út árið 2020. „Þessar sögusagnir eru ekki byggðar á staðreyndum og sýna ekkert meira en skaðlegar ágiskanir eins manns,“ sagði Wolff. „Mónakó er staður þar sem fólki finnst gaman að djamma, svo virðist sem einhver hafi gert aðeins of mikið af því,“ sagði Wolff einnig og vísar til orðrómsins en Jordan segist hafa talað við Zetsche í Mónakó. „Mercedes er samningsbundið til þátttöku í Formúlu 1 út árið 2020 og stendur eins og er í viðræðum við nýja eigendur um næstu skref eftir að því tímabili lýkur,“ bætti Wolff við.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00
Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00