Utanríkisráðherra bjartsýnn á samninga við Breta Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 21:00 Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Brexit Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Brexit Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira