Laxinn er mættur í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2017 12:05 Veiði hefst í Elliðaánum 20. júní en þrátt fyrir að enn séu tvær vikur í að veiði hefjist eru fyrstu laxarnir þegar mættir í ánna. Ásgeir Heiðar leiðsögumaður og einn af þeim sem þekkir Elliðaárnar líklega best staðfesti þetta í morgun í samtali við Veiðivísi en laxar hafa sést á Breiðunni og í Móhyl. Það er mikið vatn í Elliðaánum þessa dagana svo það er erfitt að sjá í ánna en gleðifréttir að laxinn sé mættur og það gerir opnunina eftir tvær vikur líklega mjög fjörlega því það er líklegra en ekki að það verði töluvert af laxi í ánni um þð leiti sem fyrsti maðkurinn rennur í Sjávarfoss. Það er eins og áður segir mikið vatn í henni og ef veiði væri hafin væri erfitt að setja í lax þannig að veiðimenn vona að það sjatni aðeins áður en opnunin fer fram. Eins og þeir sem hafa farið upp að Elliðavatni hafa tekið eftir er vatnsstaðan mjög há og allar mýrar við Heiðmörk og vestan við Hengil allar á floti. Þetta veit að vísu á gott þar sem þetta tryggir að árnar falli ekki jafn hratt niður og í fyrra og verði illveiðanlegar sökum vatnsskorts. Þetta er staðan heilt yfir á vesturlandi og verði einhver þokkaleg rigning af og til í sumar verða dagarnir þar sem vatnsleysi háir veiðimönnum fáir. Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði
Veiði hefst í Elliðaánum 20. júní en þrátt fyrir að enn séu tvær vikur í að veiði hefjist eru fyrstu laxarnir þegar mættir í ánna. Ásgeir Heiðar leiðsögumaður og einn af þeim sem þekkir Elliðaárnar líklega best staðfesti þetta í morgun í samtali við Veiðivísi en laxar hafa sést á Breiðunni og í Móhyl. Það er mikið vatn í Elliðaánum þessa dagana svo það er erfitt að sjá í ánna en gleðifréttir að laxinn sé mættur og það gerir opnunina eftir tvær vikur líklega mjög fjörlega því það er líklegra en ekki að það verði töluvert af laxi í ánni um þð leiti sem fyrsti maðkurinn rennur í Sjávarfoss. Það er eins og áður segir mikið vatn í henni og ef veiði væri hafin væri erfitt að setja í lax þannig að veiðimenn vona að það sjatni aðeins áður en opnunin fer fram. Eins og þeir sem hafa farið upp að Elliðavatni hafa tekið eftir er vatnsstaðan mjög há og allar mýrar við Heiðmörk og vestan við Hengil allar á floti. Þetta veit að vísu á gott þar sem þetta tryggir að árnar falli ekki jafn hratt niður og í fyrra og verði illveiðanlegar sökum vatnsskorts. Þetta er staðan heilt yfir á vesturlandi og verði einhver þokkaleg rigning af og til í sumar verða dagarnir þar sem vatnsleysi háir veiðimönnum fáir.
Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði