Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 vísir/epa Andrúmsloftið við Persaflóa er eldfimt eftir að fjöldi Arabaríkja skar á öll stjórnmála- og viðskiptatengsl við Katar. Ástæðan er sú að ríkið á að hafa stutt við bakið á ýmsum öfga- og hryðjuverkahópum. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Jemen, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía. Ljóst er að mestu munar um síðastnefnda ríkið enda Katar staðsett á skaga og á aðeins landamæri að Sádi-Arabíu. Viðskiptaþvinganirnar ná einnig til flutninga á fólki. Landamærunum til Katar hefur verið lokað og erfitt getur reynst að koma vörum til landsins. Hingað til hafa um fjörutíu prósent af innflutningi landsins komið frá Sádi-Arabíu. Katörskum ríkisborgurum, sem staðsettir eru í löndunum í kring, hefur verið gefinn fjórtán daga frestur til þess að koma sér aftur til heimalandsins. Stjórnvöld í Katar brugðust við fréttunum með yfirlýsingu um að aðgerðirnar myndu ekki hafa nein áhrif á daglegt líf í landinu. Ljóst er hins vegar að því fer fjarri. Stærstu flugfélög heimsins fljúga ekki til landsins á meðan óvissuástand ríkir og þá mun þetta koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur Qatar Airways. Íbúar landsins gripu margir hverjir til þess ráðs að hamstra mat og nauðsynjavörur og víða tæmdust hillur verslana af þeim sökum. Stjórnvöld í Katar hafa löngum verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðralag múslima en samtökin eru bönnuð í Sádi-Arabíu. Þá hefur velvild þeirra í garð Írana ekki orðið til þess að bæta úr skák. Kornið sem fyllti mælinn voru ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef ríkisfjölmiðils Katar. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórnvöld í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum en sú skýring þótti ekki trúverðug. „Í dag hefur Katar verið skotspónn herferðar sem er uppspuni frá rótum og enginn fótur er fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá katarsta utanríkisráðuneytinu. „Herferðinni er ætlað að grafa undan Katar, stjórnvöldum og þegnum landsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Andrúmsloftið við Persaflóa er eldfimt eftir að fjöldi Arabaríkja skar á öll stjórnmála- og viðskiptatengsl við Katar. Ástæðan er sú að ríkið á að hafa stutt við bakið á ýmsum öfga- og hryðjuverkahópum. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Jemen, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía. Ljóst er að mestu munar um síðastnefnda ríkið enda Katar staðsett á skaga og á aðeins landamæri að Sádi-Arabíu. Viðskiptaþvinganirnar ná einnig til flutninga á fólki. Landamærunum til Katar hefur verið lokað og erfitt getur reynst að koma vörum til landsins. Hingað til hafa um fjörutíu prósent af innflutningi landsins komið frá Sádi-Arabíu. Katörskum ríkisborgurum, sem staðsettir eru í löndunum í kring, hefur verið gefinn fjórtán daga frestur til þess að koma sér aftur til heimalandsins. Stjórnvöld í Katar brugðust við fréttunum með yfirlýsingu um að aðgerðirnar myndu ekki hafa nein áhrif á daglegt líf í landinu. Ljóst er hins vegar að því fer fjarri. Stærstu flugfélög heimsins fljúga ekki til landsins á meðan óvissuástand ríkir og þá mun þetta koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur Qatar Airways. Íbúar landsins gripu margir hverjir til þess ráðs að hamstra mat og nauðsynjavörur og víða tæmdust hillur verslana af þeim sökum. Stjórnvöld í Katar hafa löngum verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðralag múslima en samtökin eru bönnuð í Sádi-Arabíu. Þá hefur velvild þeirra í garð Írana ekki orðið til þess að bæta úr skák. Kornið sem fyllti mælinn voru ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef ríkisfjölmiðils Katar. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórnvöld í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum en sú skýring þótti ekki trúverðug. „Í dag hefur Katar verið skotspónn herferðar sem er uppspuni frá rótum og enginn fótur er fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá katarsta utanríkisráðuneytinu. „Herferðinni er ætlað að grafa undan Katar, stjórnvöldum og þegnum landsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28