Nýir höfundar stíga fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 08:45 Fríða, Kristján Þór og Pedro Gunnlaugur í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, þar sem afhending styrkjanna fór fram. Vísir/Ernir Nýræktarstyrkir eru ætlaðir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga frumskrefin á ritvellinum og til að hvetja þá til dáða á þeirri braut. Miðstöð íslenskra bókmennta veitir þau árlega og á fimmtudaginn tóku Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia við þeim úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, menningar-og menntamálaráðherra. Fríða fyrir handritið Slitförin – Safn ljóða og Pedro Gunnlaugur fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Pedro Gunnlaugur er hálfur Portúgali en hefur átt heima á Íslandi frá fjögurra ára aldri. Ráðstefna talandi dýra er frumraun hans í skáldsagnaskrifum. „Ég hafði áður prófað að skrifa leikrit sem lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun en fannst eftir það að skáldsögur væru heppilegri miðill fyrir mig.“ Í umsögn bókmenntaráðgjafa stendur að Ráðstefna talandi dýra sé ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil, þroskuð og heillandi skáldsaga. Var hann búinn að gera margar atrennur? „Nei, í rauninni ekki. Það er kannski helst því að þakka að ég tók mér ár til að safna saman hugmyndum, melta þær og leyfa þeim að taka á sig form, þá loksins settist ég niður til að setja eitthvað á blað. Eftir það tóku skriftirnar eitt og hálft ár með vinnu í einhverfudeild í grunnskóla. Eftir vinnu settist ég niður hvern einasta dag og skrifaði í tvo til þrjá tíma,“ segir hann. Bók Fríðu, Slitförin, er sextíu ljóða skáldverk og meistaraverkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar skálds. „Mér finnst dásamlegt að fá meðbyr og hvatningu og að einhver vilji sjá efnið útgefið. Fréttin um það kom á hárréttum tíma – tveimur dögum áður var ég að hugsa um að henda öllu draslinu,“ segir hún glaðlega. Fríða kveðst hafa ort ljóð frá því hún var fjögurra ára og í umsögn bókmenntaráðgjafa segir meðal annars að ljóð Fríðu taki pláss, sýni afstöðu og grípi lesendur föstum tökum. „Það var alltaf planið að verða rithöfundur,“ segir hún. „Ég fór í heimspeki í háskólanum, og svo ritlist. Það er mikið af leir og unglingsljóðum í skúffunni og ég hef alltaf stefnt að því að gefa út en er ánægð núna með að það gerðist ekki fyrr. Bókin kemur út í október og þá get ég meira talað um efni hennar. Ég þarf að fá aðeins fjarlægð á efnið.“ Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga, s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur og eru höfundar á öllum aldri. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Nýræktarstyrkir eru ætlaðir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga frumskrefin á ritvellinum og til að hvetja þá til dáða á þeirri braut. Miðstöð íslenskra bókmennta veitir þau árlega og á fimmtudaginn tóku Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia við þeim úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, menningar-og menntamálaráðherra. Fríða fyrir handritið Slitförin – Safn ljóða og Pedro Gunnlaugur fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Pedro Gunnlaugur er hálfur Portúgali en hefur átt heima á Íslandi frá fjögurra ára aldri. Ráðstefna talandi dýra er frumraun hans í skáldsagnaskrifum. „Ég hafði áður prófað að skrifa leikrit sem lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun en fannst eftir það að skáldsögur væru heppilegri miðill fyrir mig.“ Í umsögn bókmenntaráðgjafa stendur að Ráðstefna talandi dýra sé ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil, þroskuð og heillandi skáldsaga. Var hann búinn að gera margar atrennur? „Nei, í rauninni ekki. Það er kannski helst því að þakka að ég tók mér ár til að safna saman hugmyndum, melta þær og leyfa þeim að taka á sig form, þá loksins settist ég niður til að setja eitthvað á blað. Eftir það tóku skriftirnar eitt og hálft ár með vinnu í einhverfudeild í grunnskóla. Eftir vinnu settist ég niður hvern einasta dag og skrifaði í tvo til þrjá tíma,“ segir hann. Bók Fríðu, Slitförin, er sextíu ljóða skáldverk og meistaraverkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar skálds. „Mér finnst dásamlegt að fá meðbyr og hvatningu og að einhver vilji sjá efnið útgefið. Fréttin um það kom á hárréttum tíma – tveimur dögum áður var ég að hugsa um að henda öllu draslinu,“ segir hún glaðlega. Fríða kveðst hafa ort ljóð frá því hún var fjögurra ára og í umsögn bókmenntaráðgjafa segir meðal annars að ljóð Fríðu taki pláss, sýni afstöðu og grípi lesendur föstum tökum. „Það var alltaf planið að verða rithöfundur,“ segir hún. „Ég fór í heimspeki í háskólanum, og svo ritlist. Það er mikið af leir og unglingsljóðum í skúffunni og ég hef alltaf stefnt að því að gefa út en er ánægð núna með að það gerðist ekki fyrr. Bókin kemur út í október og þá get ég meira talað um efni hennar. Ég þarf að fá aðeins fjarlægð á efnið.“ Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga, s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur og eru höfundar á öllum aldri.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira