Búi sló í gegn í Noregi Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2017 12:45 Búi sáttur en hér má sjá tvær vörur frá honum. Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður sýndi verkefnið sitt the FlyFactory í Momentum 9 galleríinu í Moss í Noregi á laugardaginn. Verkefnið á að sýna möguleika á vistvænni matvælaframleiðslu á próteini þar sem svartar hermanna flugur eru í aðalhlutverki. Verkefnið sýnir hvernig lirfur eru ríkar í fitu og próteinum og því tilvaldar til manneldis. Þessi framleiðsla skilur eftir sig hreint og næringarríkt efni sem er hægt að bæta við í rotmassa og rækta grænmeti, ávexti og krydd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Búa og teyminu í kringum hann. Hitinn frá ísskápnum sem er notaður til lirfu undirbúnings í verkefninu er notaður til að skapa raka og hita fyrir flugurnar. Lirfur hafa sömu næringar-, fitu- og próteingildi og kjöt en þurfa fimm til tíu sinnum minni fæðu til að skila sambærilegum vexti og önnur dýr sem eru ræktuð til kjöt framleiðslu.Mikilvægt fyrir sjálfbærni Búi segir að þetta lýsi mikilvægi sjálfbærs ferlis þar sem við sjáum samþætt skref í framleiðslukeðju. Þetta sýnir einnig möguleika skordýraeldis sem framtíðarfæðu eða fæðubótarefni. Verkefnið er innblásið af tillögum Sameinuðu Þjóðanna um að finna nýjar vistfræðilegar matvælaauðlindir fyrir vesturheiminn. Verkefnið, sem var styrkt af Matís, hefur vakið mikla athygli en the FlyFactory var útskriftarverkefnið hans Búa frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Það var sýnt í Listasafni Reykjavíkur á útskriftarsýningu Listaháskólans og hélt svo áfram til sýningar í Ars Electronica í Linz, Austurríki árið 2015 og í framhaldi í Polytec Museum í Moskvu, Rússlandi árið 2016. Plaggött fyrir sýninguna í Moss voru unninn af Emil Ásgrímssyni grafískum hönnuði. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður sýndi verkefnið sitt the FlyFactory í Momentum 9 galleríinu í Moss í Noregi á laugardaginn. Verkefnið á að sýna möguleika á vistvænni matvælaframleiðslu á próteini þar sem svartar hermanna flugur eru í aðalhlutverki. Verkefnið sýnir hvernig lirfur eru ríkar í fitu og próteinum og því tilvaldar til manneldis. Þessi framleiðsla skilur eftir sig hreint og næringarríkt efni sem er hægt að bæta við í rotmassa og rækta grænmeti, ávexti og krydd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Búa og teyminu í kringum hann. Hitinn frá ísskápnum sem er notaður til lirfu undirbúnings í verkefninu er notaður til að skapa raka og hita fyrir flugurnar. Lirfur hafa sömu næringar-, fitu- og próteingildi og kjöt en þurfa fimm til tíu sinnum minni fæðu til að skila sambærilegum vexti og önnur dýr sem eru ræktuð til kjöt framleiðslu.Mikilvægt fyrir sjálfbærni Búi segir að þetta lýsi mikilvægi sjálfbærs ferlis þar sem við sjáum samþætt skref í framleiðslukeðju. Þetta sýnir einnig möguleika skordýraeldis sem framtíðarfæðu eða fæðubótarefni. Verkefnið er innblásið af tillögum Sameinuðu Þjóðanna um að finna nýjar vistfræðilegar matvælaauðlindir fyrir vesturheiminn. Verkefnið, sem var styrkt af Matís, hefur vakið mikla athygli en the FlyFactory var útskriftarverkefnið hans Búa frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Það var sýnt í Listasafni Reykjavíkur á útskriftarsýningu Listaháskólans og hélt svo áfram til sýningar í Ars Electronica í Linz, Austurríki árið 2015 og í framhaldi í Polytec Museum í Moskvu, Rússlandi árið 2016. Plaggött fyrir sýninguna í Moss voru unninn af Emil Ásgrímssyni grafískum hönnuði.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira