Það er áhugavert að glíma við trúarleg rými Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júní 2017 09:45 "Ef einhverjar spurningar vakna á vörum áhorfenda þá reyni ég að hafa einhverjar tillögur að svörum,“ segir Haraldur. Vísir/GVA Ég er að setja upp verkin mín hér í listasal kirkjunnar,“ segir Haraldur Jónsson myndlistarmaður, staddur í Stykkishólmi. Hann opnar þar sýninguna Litrof í dag klukkan 17. „Faðir minn var arkitekt og það var eitt af hans síðustu verkum að teikna þessa kirkju svo hún tengist mér sterkt. Þetta er fyrsta myndlistarsýningin í þessum sal sem var opnaður í fyrra með ljósmyndasýningu frá Þjóðminjasafninu. Ég átti leið hér um með systur minni og mági á leið í Breiðafjörðinn og við komum að sjálfsögðu við í kirkjunni, þá var komið að máli við mig og mér boðið að sýna hér, það er heiður.“Eitt verkanna á sýningunni í Stykkishólmskirkju.Sýningin er innsetning, sérstaklega gerð í hliðarrými kirkjunnar og samanstendur af skúlptúrískum einingum og lýsingu ásamt ljósmyndum af lágmyndum, að sögn listamannsins. Þar kveðst hann spinna vissan þráð um hversdaginn, skynjunina, kringumstæðurnar og eilífðarspurningarnar. Hann verður með leiðsögn um sýninguna á morgun, sunnudaginn 18. júní, klukkan 16. „Eflaust kalla verkin fram ýmis hughrif og ef einhverjar spurningar vakna á vörum áhorfenda þá reyni ég að hafa einhverjar tillögur að svörum,“ segir hann. Haraldur kveðst hafa sýnt áður í kirkju. „Það er áhugavert að glíma við trúarlegt rými, aðeins önnur stemning en í listasöfnum. Reyndar kynntist fólk fyrst myndlist í kirkjum, svo það er ekkert nýtt í því. Kirkjurnar voru eins og kvikmyndahús gegnum aldirnar þegar altaristöflur voru opnaðar á jólum og páskum,“ bendir hann á. Á sjómannadaginn opnaði Haraldur sýningu á Ísafirði og nú er þjóðhátíðardagur. „Síðast þegar ég sýndi í Reykjavík var um síðustu alþingiskosningar,“ segir hann. „Svona raðast þetta upp.“ Sýningin stendur yfir til 20. ágúst og er opin daglega frá klukkan 17 til 19 með örfáum undantekningum vegna kirkjulegra athafna. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég er að setja upp verkin mín hér í listasal kirkjunnar,“ segir Haraldur Jónsson myndlistarmaður, staddur í Stykkishólmi. Hann opnar þar sýninguna Litrof í dag klukkan 17. „Faðir minn var arkitekt og það var eitt af hans síðustu verkum að teikna þessa kirkju svo hún tengist mér sterkt. Þetta er fyrsta myndlistarsýningin í þessum sal sem var opnaður í fyrra með ljósmyndasýningu frá Þjóðminjasafninu. Ég átti leið hér um með systur minni og mági á leið í Breiðafjörðinn og við komum að sjálfsögðu við í kirkjunni, þá var komið að máli við mig og mér boðið að sýna hér, það er heiður.“Eitt verkanna á sýningunni í Stykkishólmskirkju.Sýningin er innsetning, sérstaklega gerð í hliðarrými kirkjunnar og samanstendur af skúlptúrískum einingum og lýsingu ásamt ljósmyndum af lágmyndum, að sögn listamannsins. Þar kveðst hann spinna vissan þráð um hversdaginn, skynjunina, kringumstæðurnar og eilífðarspurningarnar. Hann verður með leiðsögn um sýninguna á morgun, sunnudaginn 18. júní, klukkan 16. „Eflaust kalla verkin fram ýmis hughrif og ef einhverjar spurningar vakna á vörum áhorfenda þá reyni ég að hafa einhverjar tillögur að svörum,“ segir hann. Haraldur kveðst hafa sýnt áður í kirkju. „Það er áhugavert að glíma við trúarlegt rými, aðeins önnur stemning en í listasöfnum. Reyndar kynntist fólk fyrst myndlist í kirkjum, svo það er ekkert nýtt í því. Kirkjurnar voru eins og kvikmyndahús gegnum aldirnar þegar altaristöflur voru opnaðar á jólum og páskum,“ bendir hann á. Á sjómannadaginn opnaði Haraldur sýningu á Ísafirði og nú er þjóðhátíðardagur. „Síðast þegar ég sýndi í Reykjavík var um síðustu alþingiskosningar,“ segir hann. „Svona raðast þetta upp.“ Sýningin stendur yfir til 20. ágúst og er opin daglega frá klukkan 17 til 19 með örfáum undantekningum vegna kirkjulegra athafna.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira