Lítið skýrðist á fundinum í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júní 2017 12:47 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að spurningar sitja enn eftir um ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera vopn sýnilega við fjöldasamkomu í höfuðborginni í sumar. Hann sat fund með ríkislögreglustjóri hjá allsherjar og menntamálanefnd alþingis nú fyrir hádegið Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjar- og menntamálanefndar klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skyldu bera skotvopn sýnilega á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu tilefni. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða. Það má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Dagur B. og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins í morgun en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrirfram af ákvörðun. Dagur segir að málin hafi ekki lítið skýrst á fundinum í morgun. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstiki að við þurfum að bæta samráð og ferlanna,“ segir Dagur B. Hann telur breiða samstöðu um það að Ísland sé vopnlaust land og yfirbragð löggæslu eigi að vera sýnileg, hún sé almenn og óvopnuð. Hitt eigi að telja til algjörra undantekninga og fyrir því þurfi sérstök rök. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00 Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að spurningar sitja enn eftir um ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera vopn sýnilega við fjöldasamkomu í höfuðborginni í sumar. Hann sat fund með ríkislögreglustjóri hjá allsherjar og menntamálanefnd alþingis nú fyrir hádegið Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjar- og menntamálanefndar klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skyldu bera skotvopn sýnilega á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu tilefni. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða. Það má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Dagur B. og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins í morgun en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrirfram af ákvörðun. Dagur segir að málin hafi ekki lítið skýrst á fundinum í morgun. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstiki að við þurfum að bæta samráð og ferlanna,“ segir Dagur B. Hann telur breiða samstöðu um það að Ísland sé vopnlaust land og yfirbragð löggæslu eigi að vera sýnileg, hún sé almenn og óvopnuð. Hitt eigi að telja til algjörra undantekninga og fyrir því þurfi sérstök rök. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00 Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00
Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00
Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00