Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 18:28 Jökull á sviði með Kaleo fyrr á árinu. vísir/getty Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. Þá er búið að fresta þremur tónleikum til viðbótar en þetta er gert samkvæmt læknisráði og til að minnka álag en á Facebook-síðu hljómsveitarinnar segir að greining læknisins á veikindum Jökuls hafi verið ófyrirséð. Tónleikarnir sem sveitin hefur aflýst áttu að fara fram á tímabilinu 28. júní til 20. ágúst, meðal annars á tónlistarhátíðinni Rock Werchter í Hollandi,í Orlando í Bandaríkjunum, í París í Frakklandi og í Tókýó í Japan. Álag og streita vegna stanslausra tónleikaferðalaga líklega ástæða veikindanna„Það sem ég get sagt er að ég hef það gott,“ segir Jökull í samtali við Vísi aðspurður um veikindi sín. Hann kveðst hafa verið í rannsóknum hjá lækni en að líklega megi rekja þetta til álags og streitu vegna stanslausra tónleikaferðalaga undanfarin ár. „Við höfum verið að spila um 300 daga á ári síðustu ár og því lítill tími til að hvílast,“ segir Jökull. Hljómsveitin mun spila eins mikið og mögulegt er í sumar. „Svo erum við með okkar „Kaleo Express“-túr í haust um allan heim svo það er nóg framundan. Ég er líka á fullu að einbeita mér að því að klára nýja tónlist fyrir næstu plötu. Svo gefst vonandi tækifæri til að koma eitthvað meira heim til Íslands í sumar og hlaða batteríin,“ segir Jökull. Kaleo nýtur mikilla vinsælda um allan heim og plata þeirra A/B hefur selst afar vel. Þeir komu meðal annars fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu í apríl og þá voru þeir valdir besta nýja rokkhljómsveitin síðasta árs af Billboard.Uppfært klukkan 19:40. Kaleo Tengdar fréttir Kaleo sett á fóninn í Dallas þegar Dirk skoraði 30.000 stigið | Myndband Jökull og félagar ómuðu í hátalarakerfinu í Dallas þegar Dirk Nowitzki skrifaði sig á aðra blaðsíðu í sögubók NBA-deildarinnar. 8. mars 2017 11:45 Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15 Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. Þá er búið að fresta þremur tónleikum til viðbótar en þetta er gert samkvæmt læknisráði og til að minnka álag en á Facebook-síðu hljómsveitarinnar segir að greining læknisins á veikindum Jökuls hafi verið ófyrirséð. Tónleikarnir sem sveitin hefur aflýst áttu að fara fram á tímabilinu 28. júní til 20. ágúst, meðal annars á tónlistarhátíðinni Rock Werchter í Hollandi,í Orlando í Bandaríkjunum, í París í Frakklandi og í Tókýó í Japan. Álag og streita vegna stanslausra tónleikaferðalaga líklega ástæða veikindanna„Það sem ég get sagt er að ég hef það gott,“ segir Jökull í samtali við Vísi aðspurður um veikindi sín. Hann kveðst hafa verið í rannsóknum hjá lækni en að líklega megi rekja þetta til álags og streitu vegna stanslausra tónleikaferðalaga undanfarin ár. „Við höfum verið að spila um 300 daga á ári síðustu ár og því lítill tími til að hvílast,“ segir Jökull. Hljómsveitin mun spila eins mikið og mögulegt er í sumar. „Svo erum við með okkar „Kaleo Express“-túr í haust um allan heim svo það er nóg framundan. Ég er líka á fullu að einbeita mér að því að klára nýja tónlist fyrir næstu plötu. Svo gefst vonandi tækifæri til að koma eitthvað meira heim til Íslands í sumar og hlaða batteríin,“ segir Jökull. Kaleo nýtur mikilla vinsælda um allan heim og plata þeirra A/B hefur selst afar vel. Þeir komu meðal annars fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu í apríl og þá voru þeir valdir besta nýja rokkhljómsveitin síðasta árs af Billboard.Uppfært klukkan 19:40.
Kaleo Tengdar fréttir Kaleo sett á fóninn í Dallas þegar Dirk skoraði 30.000 stigið | Myndband Jökull og félagar ómuðu í hátalarakerfinu í Dallas þegar Dirk Nowitzki skrifaði sig á aðra blaðsíðu í sögubók NBA-deildarinnar. 8. mars 2017 11:45 Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15 Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kaleo sett á fóninn í Dallas þegar Dirk skoraði 30.000 stigið | Myndband Jökull og félagar ómuðu í hátalarakerfinu í Dallas þegar Dirk Nowitzki skrifaði sig á aðra blaðsíðu í sögubók NBA-deildarinnar. 8. mars 2017 11:45
Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15
Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30