Angurvær e-moll hljómur ómar um sýningarsalinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 13:00 Pallíettustúlka. Sex stúlkur munu skiptast á um hlutverkið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í sumar. Nú er komið að öðrum gjörningi af þremur á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hann nefnist Kona í e-moll og stendur frá 17. júní til 3. september í Hafnarhúsi. Gjörningurinn felst í því að í miðjum hring úr gylltum strimlum stendur kona í pallíettukjól eins og lifandi stytta á snúningspalli. Hún er með Fender-rafmagnsgítar um öxl, tengdan magnara, og þegar hún slær á strengina ómar e-moll hljómur um sýningarsalinn. Hljómurinn er sígild undirstaða dægurtónlistar enda liggur hann fyrirhafnarlítið í grunnstillingu hljóðfærisins. Hann er angurvær en um leið ágengur, einkum þar sem hann er endurtekinn í sífellu án tilbrigða. „Það verða sex konur sem skipta þessu hlutverki með sér. Þær munu þurfa að taka á þolinmæðinni,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listasafnsins. Gjörningurinn fór upphaflega fram í samtímalistasafni Detroit-borgar, MOCAD. Þar kallaðist verkið á við þá staðreynd að í borginni spruttu á sínum tíma fram margar afgerandi tónlistarstefnur 20. aldarinnar. Aðgöngumiði á safnið gildir á gjörninginn en frítt er fyrir handhafa árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nú er komið að öðrum gjörningi af þremur á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hann nefnist Kona í e-moll og stendur frá 17. júní til 3. september í Hafnarhúsi. Gjörningurinn felst í því að í miðjum hring úr gylltum strimlum stendur kona í pallíettukjól eins og lifandi stytta á snúningspalli. Hún er með Fender-rafmagnsgítar um öxl, tengdan magnara, og þegar hún slær á strengina ómar e-moll hljómur um sýningarsalinn. Hljómurinn er sígild undirstaða dægurtónlistar enda liggur hann fyrirhafnarlítið í grunnstillingu hljóðfærisins. Hann er angurvær en um leið ágengur, einkum þar sem hann er endurtekinn í sífellu án tilbrigða. „Það verða sex konur sem skipta þessu hlutverki með sér. Þær munu þurfa að taka á þolinmæðinni,“ segir Áslaug Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listasafnsins. Gjörningurinn fór upphaflega fram í samtímalistasafni Detroit-borgar, MOCAD. Þar kallaðist verkið á við þá staðreynd að í borginni spruttu á sínum tíma fram margar afgerandi tónlistarstefnur 20. aldarinnar. Aðgöngumiði á safnið gildir á gjörninginn en frítt er fyrir handhafa árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira