Hefðu líklega aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 08:00 Jakob Frímann og Printz Board munu halda uppi stuðinu ásamt fleirum á Secret Solstice í kvöld. VÍSIR/ANTON BRINK Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. „Polar Beat er ný íslensk tónlistarstefna sem kynnt verður til leiks í fyrsta sinn annað kvöld,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Stuðmanna. Polar Beat byggir á aðferð sem bændur notuðu til að halda á sér hita forðum daga að sögn Jakobs. „Þetta hefst nú sennilega með því að bændur á miðöldum og sennilega fyrr, allt frá landnámi, byrjuðu að berja sér til hita með tilheyrandi hljóðum og þeir taktföstustu börðu þannig að úr varð tónlist.“ Hann segir mannslíkamann gegna lykilhlutverki í Polar Beat-stefnunni en í henni er líkaminn notaður sem slagverkshljóðfæri.„Mannslíkaminn getur framkallað eiginlega allt litróf hljóðanna og það er grunnurinn í þessari stefnu. Að nota dýrðlegasta og fullkomnasta hljóðfæri sem skapað hefur verið á þessari jörðu sem þýðingarmikinn tóngjafa.“ Á tónleikunum verða svo taktkjaftar eða „beatboxarar“ sveitinni til halds og trausts, ásamt öðrum. „Þeir munu beita sinni tungulipurð og tanngörðum við hljóðmyndun af ýmsum toga.“ Eins og áður sagði verður Printz Board á svæðinu en Jakob segir samstarfið á milli Printz og Stuðmanna hafa gengið eins og í sögu. „Hann hefur verið með okkur í að þróa þetta og taka þetta fastari tökum. Við hefðum að líkindum aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf fyrir þetta teymi. Það er bara eins og hjörtun hafi slegið sem eitt, sitthvorum megin á hnattkúlunni,” útskýrir Jakob sem segir Printz vera mikinn meistara þegar kemur að taktsköpun. Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.10 á morgun á Valhallarsviðinu. „Þetta er ákveðið áhættuatriði, því sumt af því sem þarna verður flutt er skrifað, útfært og flutt en annað verður samið á staðnum.“ Secret Solstice Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Printz Board, sem unnið hefur með The Black Eyed Peas, John Legend, Fergie og fleirum, verður Stuðmönnum til halds og trausts í atriði þeirra á Secret Solstice-hátíðinni í dag. Þar verður áhorfendum gefin innsýn í nýjan tónlistarheim sem Printz og Stuðmenn hafa unnið með undanfarið undir yfirskriftinni Polar Beat. „Polar Beat er ný íslensk tónlistarstefna sem kynnt verður til leiks í fyrsta sinn annað kvöld,“ segir Jakob Frímann Magnússon, einn meðlimur Stuðmanna. Polar Beat byggir á aðferð sem bændur notuðu til að halda á sér hita forðum daga að sögn Jakobs. „Þetta hefst nú sennilega með því að bændur á miðöldum og sennilega fyrr, allt frá landnámi, byrjuðu að berja sér til hita með tilheyrandi hljóðum og þeir taktföstustu börðu þannig að úr varð tónlist.“ Hann segir mannslíkamann gegna lykilhlutverki í Polar Beat-stefnunni en í henni er líkaminn notaður sem slagverkshljóðfæri.„Mannslíkaminn getur framkallað eiginlega allt litróf hljóðanna og það er grunnurinn í þessari stefnu. Að nota dýrðlegasta og fullkomnasta hljóðfæri sem skapað hefur verið á þessari jörðu sem þýðingarmikinn tóngjafa.“ Á tónleikunum verða svo taktkjaftar eða „beatboxarar“ sveitinni til halds og trausts, ásamt öðrum. „Þeir munu beita sinni tungulipurð og tanngörðum við hljóðmyndun af ýmsum toga.“ Eins og áður sagði verður Printz Board á svæðinu en Jakob segir samstarfið á milli Printz og Stuðmanna hafa gengið eins og í sögu. „Hann hefur verið með okkur í að þróa þetta og taka þetta fastari tökum. Við hefðum að líkindum aldrei getað rambað á fullkomnara samstarf fyrir þetta teymi. Það er bara eins og hjörtun hafi slegið sem eitt, sitthvorum megin á hnattkúlunni,” útskýrir Jakob sem segir Printz vera mikinn meistara þegar kemur að taktsköpun. Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 21.10 á morgun á Valhallarsviðinu. „Þetta er ákveðið áhættuatriði, því sumt af því sem þarna verður flutt er skrifað, útfært og flutt en annað verður samið á staðnum.“
Secret Solstice Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira