Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 07:52 Bandaríkjaforseti má ekki þiggja gjafir eða greiðslur frá erlendum leiðtogum án samþykkt þingsins. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann. Donald Trump Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann.
Donald Trump Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira