Íslandsmótið í holukeppni aðeins leikið á 13 holum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 11:00 Svona verður þetta í Eyjum. vísir/GSÍ Íslandsmótið í holukeppni í Vestmannaeyjum verður sögulegt því í fyrsta sinn verður ekki leikið á 18 holum heldur aðeins 13. „Golfsamband Íslands hefur ákveðið, í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja, að fylgja eftir nýlegu afnámi á 18-holna kröfunni úr mótsreglugerðum GSÍ með því að leika 13 holur í stað 18 í KPMG-bikarnum - Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer í Eyjum 23. - 25. júní nk. Þetta verður í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem landskeppni rótgróinnar golfþjóðar fer fram á velli með færri en 18 holur,“ segir í tilkynningu frá GSÍ. Afnám GSÍ á 18 holna kröfunni vakti talsverða athygli í golfheiminum og segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, að rætt hefði verið lauslega um að fylgja þeirri ákvörðun eftir með því að halda Íslandsmótið í holukeppni á velli með færri en átján holur. „Við ákváðum ásamt Eyjamönnum að láta slag standa núna, frekar en að bíða færis síðar, eftir að nokkrar flatanna í Eyjum virtust hafa mátt þola óvenju mikla sjávarseltu. Við gerum þetta til að hlífa umræddum flötum og af virðingu við keppendur, sem eiga skilið að leika við bestu mögulegu aðstæður. Enn fremur er þetta táknræn aðgerð til að vekja golfhreyfinguna til umhugsunar um það hversu mikla áherslu við eigum að leggja á 18 holur. Þar höfum við tekið forystu á alþjóðavettvangi og finnum fyrir meðbyr vegna þess,“ segir Haukur.Nánar má lesa um málið hér. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í holukeppni í Vestmannaeyjum verður sögulegt því í fyrsta sinn verður ekki leikið á 18 holum heldur aðeins 13. „Golfsamband Íslands hefur ákveðið, í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja, að fylgja eftir nýlegu afnámi á 18-holna kröfunni úr mótsreglugerðum GSÍ með því að leika 13 holur í stað 18 í KPMG-bikarnum - Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer í Eyjum 23. - 25. júní nk. Þetta verður í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem landskeppni rótgróinnar golfþjóðar fer fram á velli með færri en 18 holur,“ segir í tilkynningu frá GSÍ. Afnám GSÍ á 18 holna kröfunni vakti talsverða athygli í golfheiminum og segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, að rætt hefði verið lauslega um að fylgja þeirri ákvörðun eftir með því að halda Íslandsmótið í holukeppni á velli með færri en átján holur. „Við ákváðum ásamt Eyjamönnum að láta slag standa núna, frekar en að bíða færis síðar, eftir að nokkrar flatanna í Eyjum virtust hafa mátt þola óvenju mikla sjávarseltu. Við gerum þetta til að hlífa umræddum flötum og af virðingu við keppendur, sem eiga skilið að leika við bestu mögulegu aðstæður. Enn fremur er þetta táknræn aðgerð til að vekja golfhreyfinguna til umhugsunar um það hversu mikla áherslu við eigum að leggja á 18 holur. Þar höfum við tekið forystu á alþjóðavettvangi og finnum fyrir meðbyr vegna þess,“ segir Haukur.Nánar má lesa um málið hér.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira