Pittsburgh Penguins tryggði sér í nótt meistaratitilinn í NHL-deildinni í íshokkí og fékk að launum hinn eftirsótta Stanley-bikar.
Mörgæsirnar spiluðu við Nashville Predators í úrslitaeinvíginu og unnu það, 4-2. Penguins vann sjötta leikinn í Nashville í nótt, 2-0.
Mörgæsirnar náðu þar með að verja titil sinn í deildinni en það hefur ekki verið gert síðan Detroit Red Wings gerði það árið 1998.
Fyrirliði Penguins, Sidney Crosby, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins annað árið í röð.
