Vala Roff, sneaker-áhugakona
Nike Air VaporMaxGlænýtt módel frá Nike sem hefur verið lengi á teikniborðinu. Ferskir og munu eflaust koma sterkir inn í sumar.
Gucci Ace
Þar sem kreppa er yfirvofandi og hver einasti unglingur landsins virðist eiga að minnsta kosti eina Gucci flík spái ég skóm frá þeim vinsældum í sumar.
Stan Smith PK boost
Klassíski Stan Smith með nýju twisti. Primeknit upper og boost sóla, léttir og þægilegir í sumar.

Bergur Guðnason, fatahönnuður
Vans Old SkoolSkór sem alltaf hægt er að hoppa í, skiptir ekki máli hvað tilefnið er eða hvernig þeir eru notaðir. Víðar buxur, þröngar buxur, stuttbuxur, jakkaföt, nakinn. Þessir skór ganga við allt.
Gucci Slip-On Loafer
Algjörlega stand out skór hjá Gucci. Ef þessir skór eru notaðir rétt eru þeir virkilega flottir annars er mjög auðvelt að klúðra hverju maður myndi klæðast við þá. Alls ekki fyrir alla!
Nike Flyknit Racer
Léttur og þæginlegur skór sem andar vel. Mæli með að ganga með tannbusta bakvið eyrað til öryggis ef einhver skildi taka upp á því að stíga á mann.

Pétur Kiernan, áhugamaður um tísku
Adidas Ultra BoostVoru mjög vinsælir í fyrra sumar, munu halda sínum vinsældum áfram einfaldlega útaf úrvalinu og hversu ótrúlega comfy þeir eru.
Nike Air Force 1 Low
Timeless Piece. Stílhreinir, þægilegir og ódýrir. Hægt að leika sér aðeins og tússa á þá eða kaupa þá með embroidery (til dæmis @frecustoms á Instagram).
Gucci Flip Flops
Algjör misskilningur að þetta séu bara inniskór og þægilegri en þú heldur. JÁ TAKK.

Sigríður Margrét, bloggari á Trendnet.is
Nike Air Force 1Þessir eru fullkomnir fyrir sumarið - hef alltaf verið mikið fyrir hvíta sneakers það er eitthvað svo sumarlegt við þá.
Nike Air VaporMax
Þessir eru mjög sérstakir! Ég er mjög hrifin af flyknittinu.
Comme des Garçons PLAY x Converse Chuck Taylor
Þessir eru frá samstarfinu Comme des Garçons X Converse en mér finnst þeir alltaf vera sumarlegar.
Hér fyrir neðan má fletta myndasafni með skónum sem álitsgjafarnir nefndu.