Á abstraktlínu en þó með tengingar við raunheima Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 10:45 Maður hefur á tilfinningunni að eitthvað sé nýbúið að gerast, segir Davíð Örn í Hverfisgalleríi. Vísir/Ernir Litrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á veggina. Sýningin ber titilinn River únd bátur og sýnandinn Davíð Örn Halldórson segir hana fjalla um forgengileika listamannsins. Kveðst þó ekki vera að segja sögur, ekki í þetta skiptið. „En maður fær á tilfinninguna að eitthvað sé nýbúið að gerast eða eitthvað sé að fara að gerast,“ segir hann og bætir við til skýringar: „Málverkin mín eru þannig að þau eru á einhverri línu sem er abstrakt en þó með tengingar við raunheima, samt eru engar fígúrur, engar persónur, heldur táknmyndir sem koma fram, kannski blóm? – hvað sem er.“Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.Davíð Örn segir titla verkanna annaðhvort hjálpa fólki að ráða í þau eða villa algerlega fyrir. „Það eru bara mínir eigin prívat brandarar sem hjálpa mér að muna hvaða málverk er um að ræða. Engar algerlega heilagar reglur.“ Hann notar húsgögn og hurðir og hvað sem er til að mála á. Fer hann kannski í hús og málar á gamlar hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en ég hef málað eitt borðstofuborð fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna vinnustofu, ef fólk er að henda einhverju sem ég gæti nýtt mér.Brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.Á þessari sýningu eru nokkrar myndir málaðar á skáphurðir úr sömu innréttingunni. Svo eru hér tvær borðplötur, önnur úr leikskóla og hin grunnskóla,“ bendir hann á og hefur augljóslega leyft gömlum tölustöfum að halda sér á annarri plötunni. Er alltaf gaman hjá honum í vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt kominn í frí. Málið er að ég er búinn að vanrækja tíu mánaða son minn og heimili síðustu vikur og er að reyna að bæta það upp nú þegar ég er búinn að ýta sýningunni úr vör. Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu og byrja að mála fyrir næstu sýningu. Það kemur að því.“ Menning Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Litrík verk mæta augum í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu í Reykjavík. Sum þeirra eru máluð á gamla nytjahluti og teygja sig jafnvel út á veggina. Sýningin ber titilinn River únd bátur og sýnandinn Davíð Örn Halldórson segir hana fjalla um forgengileika listamannsins. Kveðst þó ekki vera að segja sögur, ekki í þetta skiptið. „En maður fær á tilfinninguna að eitthvað sé nýbúið að gerast eða eitthvað sé að fara að gerast,“ segir hann og bætir við til skýringar: „Málverkin mín eru þannig að þau eru á einhverri línu sem er abstrakt en þó með tengingar við raunheima, samt eru engar fígúrur, engar persónur, heldur táknmyndir sem koma fram, kannski blóm? – hvað sem er.“Skrifborð nefnist þetta verk sem er 71x100 cm.Davíð Örn segir titla verkanna annaðhvort hjálpa fólki að ráða í þau eða villa algerlega fyrir. „Það eru bara mínir eigin prívat brandarar sem hjálpa mér að muna hvaða málverk er um að ræða. Engar algerlega heilagar reglur.“ Hann notar húsgögn og hurðir og hvað sem er til að mála á. Fer hann kannski í hús og málar á gamlar hurðir fyrir fólk? „Ha, ha, nei, en ég hef málað eitt borðstofuborð fyrir vinafólk mitt. Ég er með opna vinnustofu, ef fólk er að henda einhverju sem ég gæti nýtt mér.Brúðarbíllinn – brúðubíllinn 43x152 cm.Á þessari sýningu eru nokkrar myndir málaðar á skáphurðir úr sömu innréttingunni. Svo eru hér tvær borðplötur, önnur úr leikskóla og hin grunnskóla,“ bendir hann á og hefur augljóslega leyft gömlum tölustöfum að halda sér á annarri plötunni. Er alltaf gaman hjá honum í vinnunni? „Já, já. Núna er ég samt kominn í frí. Málið er að ég er búinn að vanrækja tíu mánaða son minn og heimili síðustu vikur og er að reyna að bæta það upp nú þegar ég er búinn að ýta sýningunni úr vör. Síðar stilli ég upp nýrri vinnustofu og byrja að mála fyrir næstu sýningu. Það kemur að því.“
Menning Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira