Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Reykjanesbær mun stækka mikið á næstunni vísir/gva Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira