Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 20:04 Rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir skipulag og umferðaröryggi ábótavant við Jökulsárlón og nauðsynlegt sé að gera úrbætur. Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði á konu á svæðinu fyrir tveimur árum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skipstjórinn á hjólabátnum var 22 ára þegar slysið varð, hann var ekki með tilskilin réttindi og á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi. Slysið gerðist fyrir tveimur árum á malarplani við Jökulsárlón. Kanadísk fjölskylda horfði á þyrlu lenda á svæðinu og sneru baki í hjólabátinn sem var að bakka eftir að hafa náð í farþega. Öll fjölskyldan féll við slysið en konan varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Í rannsóknarskýrslu samgönguslysa kemur fram að bakkbúnaður á bátnum hafi verið bilaður, skipstjórinn hafi átt litla möguleika á að sjá fólkið og að það hafi ekki heyrt í bátnum vegna hávaða í þyrlunni.Sjá einnig: Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Um hálf milljón manna kemur á Jökulsárlón á ári hverju. Á malarsvæðinu við Jökulsárlón blandast því saman mikill fjöldi gangandi vegfarenda, en um hálf milljón manna kemur á svæðið á ári hverju, bíla- og rútuumferð, bátaumferð og eins og þennan dag fyrir tveimur árum, þyrluumferð. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að bæta þurfi skipulag á svæðinu, merkingar og afmarka það betur. „Að mati RSS þar fað fara í öryggisframkvæmdir til að bæta öryggi á staðnum,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVA„Það þarf fyrir það fyrsta að aðgreina vegfarendahópa. Gera gott bílastæði og góðar gönguleiðir og aðgreina aðrar starfsemi svo sem þessa hjólabáta. Svo ekki sé skörun. notið staðarins án þess að hætta skapist.“ „Þetta er ekki til eftirbreytni“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að þetta sé mál sé þörf áminning um að nauðsynlegt sé að skoða bílastæðamál á fjölda ferðamannastaða. „Auðvitað er ábyrgðin alltaf rekstraraðila á hverjum ferðamannastað en blönduð umferð, eins og þarna er, þetta er ekki gott,“ segir Þórólfur. Hann segir að Samgöngustofa muni hvetja rekstraraðila til að gera úrbætur, þar sem það þarf. Hann telur að víða þurfi jafnvel að endurskoða deiliskipulög. „Þetta er ekki til eftirbreytni.“ Þórólfur bætir við að eftirlit Samgöngustofu verði hert. Hann segir að leyfishafinn, í svona málum, sé alltaf ábyrgur. Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir skipulag og umferðaröryggi ábótavant við Jökulsárlón og nauðsynlegt sé að gera úrbætur. Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði á konu á svæðinu fyrir tveimur árum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skipstjórinn á hjólabátnum var 22 ára þegar slysið varð, hann var ekki með tilskilin réttindi og á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi. Slysið gerðist fyrir tveimur árum á malarplani við Jökulsárlón. Kanadísk fjölskylda horfði á þyrlu lenda á svæðinu og sneru baki í hjólabátinn sem var að bakka eftir að hafa náð í farþega. Öll fjölskyldan féll við slysið en konan varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Í rannsóknarskýrslu samgönguslysa kemur fram að bakkbúnaður á bátnum hafi verið bilaður, skipstjórinn hafi átt litla möguleika á að sjá fólkið og að það hafi ekki heyrt í bátnum vegna hávaða í þyrlunni.Sjá einnig: Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Um hálf milljón manna kemur á Jökulsárlón á ári hverju. Á malarsvæðinu við Jökulsárlón blandast því saman mikill fjöldi gangandi vegfarenda, en um hálf milljón manna kemur á svæðið á ári hverju, bíla- og rútuumferð, bátaumferð og eins og þennan dag fyrir tveimur árum, þyrluumferð. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að bæta þurfi skipulag á svæðinu, merkingar og afmarka það betur. „Að mati RSS þar fað fara í öryggisframkvæmdir til að bæta öryggi á staðnum,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVA„Það þarf fyrir það fyrsta að aðgreina vegfarendahópa. Gera gott bílastæði og góðar gönguleiðir og aðgreina aðrar starfsemi svo sem þessa hjólabáta. Svo ekki sé skörun. notið staðarins án þess að hætta skapist.“ „Þetta er ekki til eftirbreytni“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að þetta sé mál sé þörf áminning um að nauðsynlegt sé að skoða bílastæðamál á fjölda ferðamannastaða. „Auðvitað er ábyrgðin alltaf rekstraraðila á hverjum ferðamannastað en blönduð umferð, eins og þarna er, þetta er ekki gott,“ segir Þórólfur. Hann segir að Samgöngustofa muni hvetja rekstraraðila til að gera úrbætur, þar sem það þarf. Hann telur að víða þurfi jafnvel að endurskoða deiliskipulög. „Þetta er ekki til eftirbreytni.“ Þórólfur bætir við að eftirlit Samgöngustofu verði hert. Hann segir að leyfishafinn, í svona málum, sé alltaf ábyrgur.
Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01
Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00