Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:02 Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. Vísir Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjárfestar séu að stórum hluta á höttunum eftir vatnsauðlindum á bújörðum. Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét. Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét.
Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira