Innlent

Skilnings­leysi fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra um að kenna

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssonar hafa komið í veg fyrir að Ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssonar hafa komið í veg fyrir að Ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu Vísir

Barna-og menntamálaráðherra segir skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. 

Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjórans. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. 

Fyrrverandi fjármálaráðherra að kenna

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir að Sigurður Ingi Jóhannsson  núverandi fjármálaráðherra Framsóknarflokksins muni sjá til þess að stofnunin fái nægt fé. 

„Það liggur auðvitað ljóst fyrir að við höfum bara verið að sjá aukningu í ásókn í þjónustu hjá Ráðgjafar-og greiningarstöð. Það hefur ekki verið skilningur á því í tíð fjármálaráðuneytis Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ítrekað verið hafnað fjárbeiðnum. Sem betur fer horfir það til betri vegar með breytingum í fjármálaráðuneytinu og við erum með fjárveitingar núna sem samþykktar voru í fjárlögum Sigurðar Inga núna nýverið.  Þannig að við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ segir Ásmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×