Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:45 "Tíminn líður svo hratt, það er ótrúlegt að aftur séu komnar sumarsólstöður,“ segir Víkingur Heiðar. Vísir/Eyþór Árnason „Blessuð! Þetta er fullkomin tímasetning fyrir símaviðtal. Við vorum að klára fyrstu æfingu dagsins og næsta byrjar eftir sautján mínútur.“ Þannig byrjar píanósnillingurinn Víkingur Heiðar samtal um tónlistarhátíð sína Reykjavík Midsummer Music sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudagskvöld. Hann er maður sem nýtir tíma sinn vel, er nýlentur eftir flug frá Leipzig og æfir stíft milli þess sem hann tekur á móti erlendu gestunum sem ætla að spila með honum næstu kvöldin. Á opnunartónleikunum í Hörpu í kvöld munu litrík kammerverk tónskáldanna Mozart, Pärt og Stravinsky fléttast saman og Víkingur Heiðar segir flytjendurna vera heimslið strengjaleikara hans kynslóðar. Hvernig fer hann að því að fá þá hingað? „Ég hef unnið með þeim erlendis. Sumt af fólkinu er að koma í fyrsta sinn til Íslands og það er ekki af því að það hafi ekki verið beðið áður. „Ég þekki það allt, margt af því er vinir innbyrðis og þar er skemmtileg stemning. Allt stjörnur. Hljóðfærin eru líka öll metfé en þau eru þögul út af fyrir sig, þetta fólk er með þau af því það hefur unnið til þess.“ Þetta er sjötta hátíðin sem Víkingur Heiðar heldur og hann segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa. „Mér finnst bara óraunverulegt að það sé að gerast hér á Íslandi að átta eftirsóttustu einleikarar yngri kynslóðarinnar í klassíska heiminum séu að koma á mína litlu hátíð í Hörpu og ég er svo þakklátur fyrir það.“ Dagskráin er á vefnum reykjavikmidsummermusic.com. Hún er litrík og er ýmist flutt í Norðurljósum í Hörpu eða Mengi á Óðinsgötu. Í Mengi mun lengsti strengjakvartett sem saminn hefur verið, 5 klukkustundir Feldmans, hljóma á sunnudag. „Skrítnasta verkið,“ segir Víkingur Heiðar. „Að hlusta á það er tækifæri sem fólki býðst kannski bara einu sinni á ævinni. Ég hef spilað annað verk eftir Feldman og fyrsti hálftíminn var frekar lengi að líða, annar miklu fljótari og sá þriðji var eins og augnablik. Það gerist eitthvað inni í svona geggjuðum hljóðheimi. Þeir sem sitja alla tónleikana fá verðlaun, en það má líka alveg ganga út og inn. Þema hátíðarinnar er frelsi. Ég bað íslenska strokkvartettinn Sigga að taka verkið að sér og hann sagði já. Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna og stemningin er jákvæð.“ En sefur Víkingur Heiðar ekki í viku eftir svona álagstíma? „Nei, nefnilega ekki, ég missi meira að segja af lokapartíinu því klukkan sjö á mánudagsmorgun fer ég út til Noregs að spila á nýrri tónlistarhátíð í Vestfold með Leif Ove Andsnes, þekktasta og flottasta píanóleikara Norðurlanda. Þú mátt bara ekki minna mig á hvað þetta er mikið brjálæði, það er best að hugsa ekki um það heldur taka það sem æfingu í að lifa í núinu.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Blessuð! Þetta er fullkomin tímasetning fyrir símaviðtal. Við vorum að klára fyrstu æfingu dagsins og næsta byrjar eftir sautján mínútur.“ Þannig byrjar píanósnillingurinn Víkingur Heiðar samtal um tónlistarhátíð sína Reykjavík Midsummer Music sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudagskvöld. Hann er maður sem nýtir tíma sinn vel, er nýlentur eftir flug frá Leipzig og æfir stíft milli þess sem hann tekur á móti erlendu gestunum sem ætla að spila með honum næstu kvöldin. Á opnunartónleikunum í Hörpu í kvöld munu litrík kammerverk tónskáldanna Mozart, Pärt og Stravinsky fléttast saman og Víkingur Heiðar segir flytjendurna vera heimslið strengjaleikara hans kynslóðar. Hvernig fer hann að því að fá þá hingað? „Ég hef unnið með þeim erlendis. Sumt af fólkinu er að koma í fyrsta sinn til Íslands og það er ekki af því að það hafi ekki verið beðið áður. „Ég þekki það allt, margt af því er vinir innbyrðis og þar er skemmtileg stemning. Allt stjörnur. Hljóðfærin eru líka öll metfé en þau eru þögul út af fyrir sig, þetta fólk er með þau af því það hefur unnið til þess.“ Þetta er sjötta hátíðin sem Víkingur Heiðar heldur og hann segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa. „Mér finnst bara óraunverulegt að það sé að gerast hér á Íslandi að átta eftirsóttustu einleikarar yngri kynslóðarinnar í klassíska heiminum séu að koma á mína litlu hátíð í Hörpu og ég er svo þakklátur fyrir það.“ Dagskráin er á vefnum reykjavikmidsummermusic.com. Hún er litrík og er ýmist flutt í Norðurljósum í Hörpu eða Mengi á Óðinsgötu. Í Mengi mun lengsti strengjakvartett sem saminn hefur verið, 5 klukkustundir Feldmans, hljóma á sunnudag. „Skrítnasta verkið,“ segir Víkingur Heiðar. „Að hlusta á það er tækifæri sem fólki býðst kannski bara einu sinni á ævinni. Ég hef spilað annað verk eftir Feldman og fyrsti hálftíminn var frekar lengi að líða, annar miklu fljótari og sá þriðji var eins og augnablik. Það gerist eitthvað inni í svona geggjuðum hljóðheimi. Þeir sem sitja alla tónleikana fá verðlaun, en það má líka alveg ganga út og inn. Þema hátíðarinnar er frelsi. Ég bað íslenska strokkvartettinn Sigga að taka verkið að sér og hann sagði já. Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna og stemningin er jákvæð.“ En sefur Víkingur Heiðar ekki í viku eftir svona álagstíma? „Nei, nefnilega ekki, ég missi meira að segja af lokapartíinu því klukkan sjö á mánudagsmorgun fer ég út til Noregs að spila á nýrri tónlistarhátíð í Vestfold með Leif Ove Andsnes, þekktasta og flottasta píanóleikara Norðurlanda. Þú mátt bara ekki minna mig á hvað þetta er mikið brjálæði, það er best að hugsa ekki um það heldur taka það sem æfingu í að lifa í núinu.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira