Tatu með eigin tónlist í farteskinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:15 Tatu hefur síðustu ár einbeitt sér að eigin tónsmíðum. Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tónlistarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finnlands. Nú er hann á landinu og spilar í Flóanum í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tónlist sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undanfarin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dagskrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Rovaniemi er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund íbúa. Skógur er alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tónlist,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveitinni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finnlandi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi,“ svarar Tatu sem talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann sé útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Tatu kveðst hafa lært á harmóníku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Mynd eftir Tatu Kanomaa úr hans nærumhverfi í Lapplandi.Nú er hann líka búinn að læra ljósmyndun. „Ég tók prófið í nóvember í fyrra, eftir tveggja ára nám. Það er skemmtilegt að fara í skóla um fertugt, besti tíminn. Ég var búinn að taka myndir í mörg ár áður og komst í annarri tilraun inn í skólann, það var ekki einfalt því maður þurfti að sýna að maður kynni að vinna sem ljósmyndari. Ég ætla að reyna að vinna við ljósmyndun í framtíðinni. En allt gengur í bylgjum og um leið og ég var búinn að læra fagið varð fullt að gera í músíkinni, því hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna myndatökum. En það er gott að hafa kunnáttuna.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tónlistarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finnlands. Nú er hann á landinu og spilar í Flóanum í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tónlist sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undanfarin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dagskrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Rovaniemi er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund íbúa. Skógur er alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tónlist,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveitinni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhúsinu. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finnlandi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi,“ svarar Tatu sem talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann sé útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Tatu kveðst hafa lært á harmóníku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Mynd eftir Tatu Kanomaa úr hans nærumhverfi í Lapplandi.Nú er hann líka búinn að læra ljósmyndun. „Ég tók prófið í nóvember í fyrra, eftir tveggja ára nám. Það er skemmtilegt að fara í skóla um fertugt, besti tíminn. Ég var búinn að taka myndir í mörg ár áður og komst í annarri tilraun inn í skólann, það var ekki einfalt því maður þurfti að sýna að maður kynni að vinna sem ljósmyndari. Ég ætla að reyna að vinna við ljósmyndun í framtíðinni. En allt gengur í bylgjum og um leið og ég var búinn að læra fagið varð fullt að gera í músíkinni, því hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna myndatökum. En það er gott að hafa kunnáttuna.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira