Olíuverð ekki lækkað meira í tuttugu ár Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Olíuverð hefur lækkað um rúmlega 20 prósent á árinu. vísir/EPA Olíuverð hefur haldið áfram að lækka þrátt fyrir samkomulag OPEC-ríkja um að draga úr framleiðslu. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent hráolía lækkað um 0,74 prósent, en West Texas hráolía um 0,41 prósent. Reuters greinir frá því að það sem af er ári hafi olíuverð lækkað um rúmlega 20 prósent, sem er mesta lækkun á hálfu ári frá því árið 1997. Um eftirmiðdaginn í gær kostaði tunna af West Texas hráolíu 43,33 dollara, en kostaði 53,72 dollara í árslok 2016. Brent hráolía lækkaði úr 56,82 dollurum í 45,7 dollara á sama tímabili. OPEC-ríkin og aðrir olíuframleiðendur ákváðu að minnka framleiðslu um 1,8 milljónir tunna á dag frá og með janúar. Carsten Menke, greiningaraðili hjá Julius Baer, segir í samtali við Reuters að ekki virðist hægt að stöðva lækkun olíuverðs. Fólk sé í auknum mæli með efasemdir um áhrif framleiðslusamnings OPEC-ríkjanna. Olíuframleiðendur virðast hafa virt samkomulagið um að draga úr framleiðslu, hins vegar voru nokkrir framleiðendur, þeirra á meðal Írak, Sádi-Arabía og Rússland, sem framleiddu gríðarlega mikið í aðdraganda samningsins, það getur hafa haft áhrif til lækkunar olíuverðs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð hefur haldið áfram að lækka þrátt fyrir samkomulag OPEC-ríkja um að draga úr framleiðslu. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent hráolía lækkað um 0,74 prósent, en West Texas hráolía um 0,41 prósent. Reuters greinir frá því að það sem af er ári hafi olíuverð lækkað um rúmlega 20 prósent, sem er mesta lækkun á hálfu ári frá því árið 1997. Um eftirmiðdaginn í gær kostaði tunna af West Texas hráolíu 43,33 dollara, en kostaði 53,72 dollara í árslok 2016. Brent hráolía lækkaði úr 56,82 dollurum í 45,7 dollara á sama tímabili. OPEC-ríkin og aðrir olíuframleiðendur ákváðu að minnka framleiðslu um 1,8 milljónir tunna á dag frá og með janúar. Carsten Menke, greiningaraðili hjá Julius Baer, segir í samtali við Reuters að ekki virðist hægt að stöðva lækkun olíuverðs. Fólk sé í auknum mæli með efasemdir um áhrif framleiðslusamnings OPEC-ríkjanna. Olíuframleiðendur virðast hafa virt samkomulagið um að draga úr framleiðslu, hins vegar voru nokkrir framleiðendur, þeirra á meðal Írak, Sádi-Arabía og Rússland, sem framleiddu gríðarlega mikið í aðdraganda samningsins, það getur hafa haft áhrif til lækkunar olíuverðs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira