Jaguar E-Pace jepplingur á næsta ári 21. júní 2017 09:29 Jaguar E-Pace í felubúningi. Jaguar tekur nú af krafti þátt í jeppa og jepplingaæði heimsins og kemur nú fram með hvert útspilið á fætur öðru. Vel hefur tekist til með nýlegan F-Pace jeppa Jaguar og selst hann nú meira en allir aðrir bílar Jaguar, rétt eins og gerðist hjá Porsche sem selur nú fleiri jeppa og jepplinga en sportbíla. Næsta útspil Jaguar verður öllu minni bíll, eða jepplingurinn E-Pace sem kemur á markað á næsta ári. Þriðji bíllinn í þessum flokki hjá Jaguar kemur einnig á markað á næsta ári og verður hann eingöngu knúinn rafmagni og mun hann heita I-Page. E-Pace jepplingurinn verður á sama undirvagni og XE fólksbíll Jaguar og líkt og með Porsche Macan verður hér á ferð aflmikill sportjepplingur. Bíllinn verður afar sportlegur og að sögn Jaguar manna mun hann standa útúr fjöldanum. Jaguar E-Pace mun fást með Ingenium bensínvélum og það þýðir engar V-6 vélar, né dísilvélar og til að byrja með engum rafmagnsdrifrásum. Jaguar, eins og svo margir aðrir bílaframleiðendur virðist vera orðið fráhverft dísilvélum, enda hefur umræða um mengun þeirra gera það að verkum að þær virðast ekki eiga uppá pallborðið hjá kaupendum. Öflugasta gerð þeirra Ingenium bensínvélanna sem í boði verða í E-Pace verður 300 hestöfl. E-Pace mun verða í öllum útfærslum í boði með fgjórhjóladrifi. Jaguar ætlar að kynna E-Page jepplinginn formlega þann 13. Júlí næstkomandi í London. Jaguar hefur ekki gefið upp á hvaða verði E-Pace verður en búast má við við því að hann verði á milli verðs BMW X1 sem í boði er á 34.745 dollara og Porsche Macan sem ódýrastur fæst á 48.850 dollara. Jaguar segir að E-Pace sé hannaður til að hreyfa við tilfinningum kaupenda og þar á bæ er full trú á því að það muni þessi jepplingur einmitt gera. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent
Jaguar tekur nú af krafti þátt í jeppa og jepplingaæði heimsins og kemur nú fram með hvert útspilið á fætur öðru. Vel hefur tekist til með nýlegan F-Pace jeppa Jaguar og selst hann nú meira en allir aðrir bílar Jaguar, rétt eins og gerðist hjá Porsche sem selur nú fleiri jeppa og jepplinga en sportbíla. Næsta útspil Jaguar verður öllu minni bíll, eða jepplingurinn E-Pace sem kemur á markað á næsta ári. Þriðji bíllinn í þessum flokki hjá Jaguar kemur einnig á markað á næsta ári og verður hann eingöngu knúinn rafmagni og mun hann heita I-Page. E-Pace jepplingurinn verður á sama undirvagni og XE fólksbíll Jaguar og líkt og með Porsche Macan verður hér á ferð aflmikill sportjepplingur. Bíllinn verður afar sportlegur og að sögn Jaguar manna mun hann standa útúr fjöldanum. Jaguar E-Pace mun fást með Ingenium bensínvélum og það þýðir engar V-6 vélar, né dísilvélar og til að byrja með engum rafmagnsdrifrásum. Jaguar, eins og svo margir aðrir bílaframleiðendur virðist vera orðið fráhverft dísilvélum, enda hefur umræða um mengun þeirra gera það að verkum að þær virðast ekki eiga uppá pallborðið hjá kaupendum. Öflugasta gerð þeirra Ingenium bensínvélanna sem í boði verða í E-Pace verður 300 hestöfl. E-Pace mun verða í öllum útfærslum í boði með fgjórhjóladrifi. Jaguar ætlar að kynna E-Page jepplinginn formlega þann 13. Júlí næstkomandi í London. Jaguar hefur ekki gefið upp á hvaða verði E-Pace verður en búast má við við því að hann verði á milli verðs BMW X1 sem í boði er á 34.745 dollara og Porsche Macan sem ódýrastur fæst á 48.850 dollara. Jaguar segir að E-Pace sé hannaður til að hreyfa við tilfinningum kaupenda og þar á bæ er full trú á því að það muni þessi jepplingur einmitt gera.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent