Áhorfendur fá að hlýða á söng og syngja sjálfir Guðný Hrönn skrifar 30. júní 2017 17:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun bregða sér í hlutverk Rómeós á Sönghátíð í Hafnarborg en auk hennar kemur fram fjöldi hæfileikaríkra listamanna. Vísir/Anton Brink Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira