Byggðir landsins ólíkar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2017 09:45 „Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni,“ segir Hilda Jana. Mynd/Guðrún Hrönn Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“ Fjölmiðlar Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“
Fjölmiðlar Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira